gistinn fannst í 1 gagnasafni

gisinn l. (17. öld) ‘óþéttur, lekur; strjáll, dreifður’; sbr. fær. gisin, nno. gisen, sæ. máll. gisen (s.m.); e.t.v. lh.þt. af týndri st.so. Sk. nno. geisa og geiska ‘glenna út fætur,…’, gista ‘verða gisinn, strjálast’, d. gisten ‘gisinn’, sæ. máll. gista ‘klofatré,…’, sbr. (nísl.) gistinn l. s.s. gisinn. Af germ. *gē̆-s-, sk. gíma og gína. Af gisinn er leidd so. gisna ‘verða óþéttur, strjálast’, sbr. fær., nno. og sæ. máll. gisna (s.m.). Sbr. ennfremur gisi k. ‘(lítil og) vesaldarleg skepna: hrútgisi’, gisinlera l. ⊙ ‘lélegur, vesall’ og gisinleri k. ‘ómerkilegur maður’. Varðandi síðara lið sjá -leri.


gistinn l. Sjá gisinn.