gjálparalegur fannst í 1 gagnasafni

gjálpa s. ‘skvampa, gjálfra; †hrósa sér af, gorta’; gjálp kv., h. ‘vatnsgjálfur, skvamp; alda, sjór (í skáldam.)’; gjálparalegur l. ‘gjögtandi’. Sk. (hljsk.) sæ. máll. galpa, d. máll. galpe ‘garga (um fugla)’, nno. golpa, d. gylpe ‘selja upp’; fe. gielpan ‘gorta’, mhþ. gelpfen, gelfen ‘æpa, öskra’, fhþ. gelf ‘háð, ögrunarorð’, lith. gul̃binti ‘hrósa, lofa’; af sömu ie. rót (*ghel-) og gjálfra og gjalla. Sjá gálpa, Gjölp, gólpur og gúlpur.