gjótlast fannst í 1 gagnasafni

gjóta (st.)s. ‘ala afkvæmi (t.d. um hunda, ketti, tófur, mýs o.fl. dýr); skotra eða beina (að), skáskjóta: g. augum’, g. e-u að e-m ‘segja e-m e-ð’; sbr. nno. gjota ‘steypa, hrygna (um fisk), vella út, þjóta af stað’, sæ. gjuta, d. gyde ‘hella, hrygna, steypa’, fe. géotan, fhþ. giozan, nhþ. giessen, gotn. giutan ‘hella(st), renna,…’. Sk. lat. fundō ‘helli’ (n-innskeytt so. með tannhljóðsviðskeyti); gjóta af germ. *geu-t-, sbr. *geu-s- í gjósa (með öðrum rótarauka), af ie. *ǵheu- í gr. khéō ‘helli, steypi’, fi. juhóti (s.m.), gr. kheũma ‘flóð, steypa,…’, fi. hótar- ‘fórnarprestur’ (eiginl. ‘sá sem dreypir blóði fórnardýranna’). Af gjóta er leidd so. gjótla ‘smáausa, kjótla’ og gjótlast ‘skreppa ofan í holu, hnjóta’. Sjá gjótur, gautur, geytlan, got, gytja og gýta; ath. gjóa og gunda.