gjúguvindur fannst í 1 gagnasafni

gjúga kv. (19. öld) ‘gola, kul; bárukvika, undiralda; bólga í holdi, kvapi; feitur vökvi; dúandi jarðvegur; gúa, hafgúa’; gjúga s. ‘dúa (undir fæti); lóa við stein (um báru)’; gjúgubyr, gjúguvindur k. ‘kul, leiði (á sjó)’. Uppruni óljós og engin bein samsvörun í skyldum grannmálum; tæpast sk. svissn. gugere, gūgle ‘blaðra, bólguhnúður,…’. Upphafl. merk. virðist vera ‘dúandi eða vaggandi hreyfing’ e.þ.u.l. og orðin þá e.t.v. sk. nno. gugga ‘stama, tögglast á’, sæ. máll. gugglä ‘úlgra’, mhþ. gugen ‘vagga’, gougen ‘sveima um’, gugzen ‘kvaka’, fhþ. gougarōn ‘reika um’. Af germ. *g(e)ug- einsk. hermirót sem gat tekið bæði til hljóðs og hreyfingar. Sjá gug(g)ta; ath. gúa og gogli.