gjússa fannst í 1 gagnasafni

gjússa kv. (nísl.) ‘feit og hlussuleg kona’. E.t.v. frb.mynd af jússa (s.þ.).


jússa, júrsa, gjússa kv. (19. öld) ‘feit og hlussuleg kona; víð flík, stór og víð yfirhöfn’; jússulegur l. ‘feitur og kvapalegur, hlussulegur (um konu); víður (um flík)’. Óvíst er hvort staðbundin frb.mynd eins og júrsa er marktæk (e.t.v. með r frá júr ‘júgur’) eða ung og einangruð orðmynd eins og gjússa (þar sem (upphafs)önghljóðið hefur e.t.v. herst í lokhljóð). Uppruni öldungis óljós. Hugsanlega to., en holl. jas, mlþ. jesse ‘flík’ koma lítt heim hljóðfarslega. Orðið gæti verið innlent, leitt af júgur, júr(a) með s-viðsk., sbr. júbb og júbba.