gjorning fannst í 1 gagnasafni

gerning, gjörning, †gørning, †gjo̢rning kv. og gerningur, gjörningur k. ‘athöfn, verk, samningur; (í ft. oft) galdrar’; sbr. fær. gerning kv., gerningur k. ‘athæfi’, nno. gjerning kv. og d. gærning (s.m.). Merkingin ‘galdrar’, sbr. sæ. máll. görningar ‘galdraverk’, nno. gjerningsvêr ‘galdraveður’, kann að hafa þróast af merkingunni ‘verknaður’, sem væri þá einsk. feluorð um galdrastörfin, eða gerningar í þeirri veru er myndað af so. gera < *fra-garwian ‘gera illt, spilla, trylla með töfrum’, sbr. ísl. fyrirgera og fordæða, sæ. förgöra, d. forgøre.