glæsingur fannst í 1 gagnasafni

glæsa, †glé̢sa s. ‘fegra, prýða, skreyta’; glæsi h. ‘ljómi, fegurð’; glæsi-, †glœsi-, †glé̢si- forliður í orðum eins og glæsimenni, glæsibragur; glæsingur k. ‘silungstegund’; glæstur l. (lh.þt.) ‘ljómandi, frábær, skrautlegur’; glæsir k. ‘skrautbúinn (tigulegur) maður; †uxaheiti; †nafn á hring; hestheiti, nafn á glaseygðum hesti’. Sbr. fær. glæsa ‘ljóma, skína’, glæsiligur ‘skrautlegur, frábær’, nno. gløsa ‘glóðloga, blossa upp, lýsa’, gløse k. ‘glæsilegur karlmaður eða karldýr’, gløseleg ‘frábær, skrautlegur’, einnig glæs, glæsen ‘gljáandi, fersklegur (um fisk)’ og glæse kv. ‘skýjarof’ og glôsa ‘blika, ljóma’. Ísl. og fær. orðin benda helst til upphafl. (< ) í stofni en nno. orðin bæði á og (< ). Sk. gler og Glasir (s.þ.); (< germ. *glēs-, *glōs-, *glas-, ie. *ǵhlē-s-, *ǵhlō-s-, *ǵhlǝ-s-). Af sama toga er lo. glæsóttur ‘svartur en hvítur á höfuð, fætur og kvið (um sauðalit)’.