glöggvingur fannst í 1 gagnasafni

glöggur, †glo̢ggr, †gløggr, ⊙gleggur l. ‘skarpskyggn; skýr, greinilegur; aðsjáll, nískur’; glöggva kv. ‘(lítið) nákvæmt fiskimið’; glöggva, ⊙gleggja s. ‘rannsaka, skýra’, g. sig ‘átta sig,…’. Sbr. fær. gløggur, nno. gløgg ‘skýr,…’, sæ. máll. glägg ‘fjörugur’, fe. gleaw ‘skarpskyggn, vitur’, fhþ. og fsax. glau ‘skynsamur’, gotn. glaggwaba, glaggwuba (af *glaggwus) ‘vandlega, nákvæmlega’; < germ. *glawwu-, sk. gluggi og glygg (hljsk.); sbr. ennfremur glúmur (1), glúra, glot og glytja, sæ. máll. gluna ‘skotra augum til’, jó. glyne ‘gapa og góna’, þ. máll. (svissn.) glūnen ‘gefa hornauga’, lettn. glūnēt ‘gægjast (í felum)’, mhþ. glūche ‘bjartur, blikandi’ (af germ. *glū̆-, ie. *ǵhleu-). Af glöggur er leitt glöggvingur k. ‘nískur maður’. Sjá gluggi og glygg.