glam fannst í 2 gagnasöfnum

glam, glamm h. ‘hávaði, glymjandi; gelt, garg’; sbr. nno. glam ‘hávaði’, d. glam ‘hundgá’, sæ. glam ‘hávært og glaðlegt samtal’; glama s. † ‘gaspra, hæða’; glamma s. ‘hafa hátt, gjamma’, sbr. nno. glama ‘gera hávaða’, sæ. máll. glama ‘tala hátt, hlæja að’, d. glamme ‘gelta’. Af sama toga er efalítið glammi k. ‘hávær kjaftaskúmur’, †úlfsheiti, †aukn., †sækonungsnafn; Glammaðr k. † pn., aukn. Orð þessi eru oft talin sk. hlamma og hlymja, < *ga-hlam-, en geta eins verið leidd af rótinni *ghel- í gala og gjalla. Sjá glamra, glomma, glymja, glöm og glömmungur.