glappast fannst í 1 gagnasafni

glapp h., einkum í ft. glöpp ‘óhapp,…’; glappi k. ‘flón; gortari’; glappast s. ‘gloprast út úr, mistakast, bregðast’; glappaskot h. ‘villa, mistök,…’. Sbr. fær. og nno. gleppa (st.)s. ‘renna til, bregðast, mistakast’, sæ. máll. gläppa (st.)s. ‘opnast’, glappa ‘bila á samskeytum,…’, d. glippe ‘mistakast, bregðast’. Sk. glap og glepja, langa p-ið líkl. fremur herslutákn en samlögun úr mp (nefhljóðsinnskeyti, sbr. lith. glembù, glèpti ‘vera háll’). Til ísl. glöpp (ft.) svarar nno. glopp: på hoppn og gloppn, håppum og glåppum ‘öðru hverju’; sbr. einnig fær. glappakast ‘framhjákast, óhapp’. Sjá glap og glópur; ath. einnig gloppa, glompa og glúmpinn.