glatur fannst í 1 gagnasafni

glata s. ‘týna; tortíma’; sbr. fær. glata ‘láta af hendi, minnka’, glatast ‘fara til spillis, eyðileggjast’, nno. glata ‘týna, spilla,…’, glatra ‘láta af hendi, sóa’, fsæ. glata ‘eyðileggja’. Merkingin ‘að týna’ hefur e.t.v. þróast af ‘að renna (burt) < vera háll < gljáandi’, og orðin sennilega af ie. *ǵhlē-d-, *ǵhlǝ-d- ‘skína, gljá’ (sbr. glær < ie. *ǵhlē-, gláma < *ǵhlē-m-, glápa < *ǵhlē-b-, glaður og -glaðan < *ǵhlē-dh-, *ǵhlǝ-dh-). Sk. ísl. glæta, nno. glåtra ‘maður með órólegt, starandi augnaráð’, fe. glæterian ‘gljá’, mlþ. glate ‘skalli, hárlaus blettur í höfði’. Sjá glæta og (svipaða merkingarþróun í) glutra. Af glata eru leidd no. glötun kv. ‘eyðilegging, tortíming’, glatungur k. ‘hirðuleysingi,…’ og glötuður k. ‘sá sem eyðir, sóar’. Af sama toga er vísast glatur h. ⊕ ‘eyðslusemi’ sem virðist leitt af so. *glatra, sbr. fær. og nno. glatra ‘sóa’.