gleiða fannst í 5 gagnasöfnum

gleiður gleið; gleitt gleitt horn; gleið|bogi; gleið|fættur STIGB -ari, -astur

gleiður lýsingarorð

með langt bil á milli fótanna

sonur þeirra stóð gleiður og brosandi á tröppunum


Sjá 3 merkingar í orðabók

gleiður lo
gera sig gleiðan

ókringdur lo
[Málfræði]
samheiti gleiður
[skilgreining] Þau sérhljóð sem ekki eru mynduð með því að setja stút á varirnar (kringja þær) eru kölluð ÓKRINGD.
[skýring] Mun ókringdra og kringdra hljóða má finna með því að bera saman i (ókringt) og u (kringt), eða þá e (ókringt) og ö (kringt). Í þessum dæmum er það aðallega kringingin sem greinir hljóðin í sundur.
[dæmi] Sérhljóðin sem táknuð eru með í (ý), i (y), e, a í íslensku eru ókringd.
[enska] unrounded

gleiður l. ‘sundurglenntur; með (löngu) bili á milli; kátur, upprifinn’; sbr. nno. gleid ‘sundurglenntur; víður (um gjá)’, fær. gleiður, gleivur ‘skreflangur, gleiðstæður’, gleiða, gleiva ‘standa gleitt, skrefa stórum’, nno. gleida ‘glenna út’. Sk. fe. glīdan ‘renna’, af ie. *ǵhleidh- rótskylt glit, upphafl. merk. ‘gljá > vera háll > renna’, sbr. glaður: -glaðan. Af gleiður er leidd gleidd kv. ‘vídd, bil; kæti, yfirlæti’, gleiða, gleiðka, gleikka s. ‘verða, gera gleiðari’ og gleiðsa l. s.s. gliðsa. Sjá gleða og gliðna.