gleiðsa fannst í 1 gagnasafni

gleiður l. ‘sundurglenntur; með (löngu) bili á milli; kátur, upprifinn’; sbr. nno. gleid ‘sundurglenntur; víður (um gjá)’, fær. gleiður, gleivur ‘skreflangur, gleiðstæður’, gleiða, gleiva ‘standa gleitt, skrefa stórum’, nno. gleida ‘glenna út’. Sk. fe. glīdan ‘renna’, af ie. *ǵhleidh- rótskylt glit, upphafl. merk. ‘gljá > vera háll > renna’, sbr. glaður: -glaðan. Af gleiður er leidd gleidd kv. ‘vídd, bil; kæti, yfirlæti’, gleiða, gleiðka, gleikka s. ‘verða, gera gleiðari’ og gleiðsa l. s.s. gliðsa. Sjá gleða og gliðna.


gliðna s. (16. öld) ‘skriðna, renna til; glennast í sundur’; sbr. nno. glina (gleina) ‘renna til’, sem er þó e.t.v. s.o. og nno. glina ‘gljá; stara’; gliðna e.t.v. leidd af *gliðinn, týndum lh.þt. st.so., sbr. nno. glida (st.s.) ‘renna’, fe. glīdan (e. glide), fhþ. glītan (nhþ. gleiten) (s.m.); gliðra s. ‘klofast yfir’; gliðsa, gleiðsa l.ób. ‘útglenntur, með sundurgliðnaða fætur’, myndað með s-viðskeyti líkt og hvumsa og hissa. Sk. gleiður (s.þ.). Ath. glinsa.