gleipibein fannst í 1 gagnasafni

gleipa s. ‘þvaðra; †spotta’; †gleipra s. (s.m.); Gleipnir k. nafn á fjötri sem Fenrisúlfur var bundinn með; gleipumál h. ‘fyrstu mjaltir eftir fráfærur’; gleipibein, gleipubein h. ‘smjörvalur, smábein ofan við fótlegg á sauðkind; hnéskel’. Sbr. fær. glípur ‘háfur eða net á fuglveiðastöng’, glips h. ‘smágil’, nno. gleipa ‘geifla munninn; áætla lauslega’, gleip k. ‘galgopi,…’, sæ. máll. glep ‘standa í hálfa gátt (um hurð)’; sbr. ennfremur nno. glipa (st.)s. ‘gleypa, gapa’, sæ. máll. glipa ‘vera opinn, gapa,…’, mhþ. glīfen ‘hallast, vera skakkur’ og glipfen ‘renna til’ (af germ. *glē̆-p-, ie. *ghlei-b-, *ghlei-p-), sk. rússn. glipatь ‘horfa, gægjast’. Merkingarferli: ‘gljá > vera háll > renna liðugt > þvaðra, gleypa’. Sjá glipsa.