glerill fannst í 1 gagnasafni

gler h. ‘hart (brothætt) gagnsætt efni; spegill; flaska eða ílát úr gleri; glerkennt berg; (slétt) svell’; glera s. ‘emalera, setja glerung á’; glerill k. † ‘ís?; harður steinn, brýni?’; glerungur k. ‘glerkennd húð; þunnt svellalag’. Sbr. fær. gler ‘spegilís’, nno. gler ‘sléttur, gljáandi flötur; ísbreiða, svell’, glerung kv. (s.m.), gd. og fsæ. glar ‘gler’; < germ. *glazá-, víxlmynd við (to.) glas (< *glása-) sk. lat. glēsum (to. úr germ.) ‘raf’, sbr. mlþ. glâr ‘trjákvoða’ (< germ. *glēs-, *glas-, ie. *ǵhlē-s-, *ǵhlǝ-s-, rótskylt gljá (1), glys og gulur). Sjá glæsa.


glerill k. † vindsheiti. Sjá Glernir.


Glernir k. † goðsögulegt heiti á maka sólar, víxlmynd við Glen(u)r og Glein(u)r, ath. Glórnir. E.t.v. til orðið fyrir mislestur eða afbökun. Annars getur nafnið verið sk. nno. glere kv. ‘skýjarof’, glar ‘heiðríkjublettur’ og gleren l. ‘með heiðríkjublettum’, sbr. og físl. vindheitið glerill k. sem líkl. er af þessari sömu ætt; um merkingarferlið sbr. glygg og gæma. Sjá glóra og glæra.