gleymur fannst í 1 gagnasafni

gleyma s. ‘týna úr minni sér; †ærslast, vera kátur og hávær’; gleym(u)r k. † s.s. glaumur; gleymur l. † ‘kátur, glaður’; gleyminn l. ‘gleymskugjarn’; gleymni, gleymska kv. ‘það að gleyma’. Sbr. fær. gloyma, nno. gløyma, sæ. glömma, d. glemme (gd. glømme) ‘tapa úr minni’, nno. gløymen, gd. glømæn ‘gleymskugjarn’, fær. gloymska ‘gleymni’, gloymskur; (< *glaumiska-) ‘gleyminn’. Leitt af glaumur (s.þ.); gleyma í merk. ‘að glata úr minni’ hefur e.t.v. misst forskeyti (< *fra-glaumian?). Af so. gleyma er líka leitt no. gleymd kv. ‘gleymska’ < *glaumiðō.