glop fannst í 1 gagnasafni

glopa s. (19. öld) ‘missa niður’; glop h. † ‘hirðuleysi, óaðgæsla’; glopra s. ‘týna, missa niður fyrir vangá; prjóna laust’; glopra kv. ‘sá (sú) sem týnir, missir niður; skammvinn demba eða hryðja; ólekja; e-ð losaralegt’; glopur h. ‘laust prjón, e-ð glypjulegt’. Sbr. fær. glopra s. ‘opna smávegis’, glopur ‘glufa milli steina’, glopraregn ‘regndemba’, nno. glopa ‘gapa, svelgja,…’, glop h. ‘op, gat,…’, sæ. máll. glop ‘vangá’. Sk. glaupsa, gleypa, gljúpur, glúpna og glypja og líkl. gloppa.