glorralegur fannst í 1 gagnasafni

glorri k. (nísl.) ‘galgopi, æringi; hávaðasamur og fyrirgangsmikill maður’; glorralegur l. ‘svaða- eða hrottafenginn’. Uppruni óljós og engin bein samsvörun í skyldum grannmálum. E.t.v. er hávaða- og fyrirgangsmerkingin síðar tilkomin, en upphafl. tákngildi ‘glaðlegur maður’ e.þ.h. og orðið þá hugsanlega sk. glor (1), glúra og glyrna; langa r-ið herslutákn? eða tengt hljóðdvalarbreytingunni.