greinandi fannst í 6 gagnasöfnum

greina Sagnorð, þátíð greindi

greina greindi, greint

greina sagnorð

fallstjórn: þolfall

sjá eða heyra (e-ð) skýrt

letrið er svo smátt að ég get ekki greint það

getur þú greint hvað stendur á þessu skilti?

ég greini ekki hvaðan hljóðið kemur


Sjá 5 merkingar í orðabók

Sögnin greina getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Bræðurna greinir á um sjávarútvegsmálin. Oftast er þó sögnin persónuleg. Hann getur ekki greint þær í sundur.

Lesa grein í málfarsbanka

nema
[Eðlisfræði]
samheiti greina, mæla, skynja
[enska] detect

greina
[Endurskoðun]
[enska] analyse

greinir
[Læknisfræði]
samheiti greinandi
[enska] analyst

greinandi lo
[Landafræði] (7.0)
[enska] analytical

greina so
[Þýðingafræði]
[enska] distinguish

sjúkdómsgreina so
[Læknisfræði]
samheiti greina, greina sjúkdóm
[skilgreining] Það ferli að gera sjúkdómsgreiningu, þ.e. að finna og ákvarða með skoðun, prófun eða rannsókn hvaða sjúkdómur, kvilli eða ástand er til staðar hjá sjúklingi.
[enska] diagnose

sjúkdómsgreinandi lo
[Læknisfræði]
samheiti aðgreinandi, einkennandi, greinandi
[skilgreining] Sem vísar í sjúkdómseinkenni, athugun, skoðun, próf eða rannsókn sem staðfestir hvaða sjúkdómur er til staðar hjá sjúklingi.
[enska] diagnostic

greinandi kk
[Læknisfræði]
samheiti sjúkdómsgreinandi
[skilgreining] Einstaklingur, oftast læknir, sem greinir tegundir sjúkdóma, kvilla eða annarra heilbrigðisfrávika hjá sjúklingum.
[enska] diagnostician

1 grein kv. ‘trjágrein; vísinda- eða námsgrein; skil, mismunur; deila, ágreiningur,…’; sbr. fær. grein ‘trjágrein, skil,…’, nno. grein ‘viðargrein, það að greinast sundur’, sæ. gren ‘trjágrein, klof’ (í sæ. máll. líka bil milli trjágreina), d. gren ‘viðargrein’. Líkl. af germ. rót *grai-, *grē̆- ‘skiljast að, gapa í sundur’ (< *grainō), sbr. nno. greivast ‘glenna upp augun’ og grivil ‘gleiðhyrnt dýr’, fe. grāf (ne. grove) ‘skógarlundur’, fsax. greiva ‘þríforkur’ og ísl. grína (1). Af grein er leidd so. greina ‘skilja sundur,…’, sbr. fær. og nno. greina (s.m.), sæ. grena ‘skiptast, skrefa stórum’.


2 grein kv. ‘rakning, frásögn, skýring, ástæða,…’; sbr. fær. grein ‘skýring, greinargerð,…’, nno. grein ‘ákvörðun, skipan, skýrsla, regla,…’, gd. gren ‘álit, ákvörðun’. Verður tæpast skilið frá grein (1) að því er tekur til einstakra merkingarþátta, en er þó líkl. annað orð (sbr. forna víxlan ft.end. -ar og -ir) < *greiðn < *ga-raiðīni- og svarar til gotn. garaideins ‘niðurskipun, regla’, sbr. fe. rǣden ‘reikningur, mat, ákvörðun’; sbr. greiða s. Af grein er leidd so. að greina ‘skýra eða segja frá, ákvarða’, sbr. fær. greina ‘útskýra, rekja’, nno. greina ‘inna af hendi’, sæ. máll. gränas ‘verða ásáttur’. Sjá greiða; ath. grein (1).