greitt fannst í 6 gagnasöfnum

greiddur Lýsingarorð

greiða Sagnorð, þátíð greiddi

greiður Lýsingarorð

greitt Atviksorð, stigbreytt

greiða 1 -n greiðu; greiður, ef. ft. greiðna

greiða 2 greiddi, greitt

greiður greið; greitt STIGB -ari, -astur

greitt það gengur greitt

greiða nafnorð kvenkyn

snyrtiáhald með þéttum tönnum sem rennt er í gegnum hár, hárgreiða


Sjá 2 merkingar í orðabók

greiða sagnorð

fallstjórn: þágufall + þolfall

borga (e-m) (e-ð)

hann ætlar að greiða mér verkið síðar

hún greiddi reikninginn og fór

þau hafa ekki enn greitt rafvirkjanum

greiða út í hönd

borga strax, í reiðufé


Sjá 3 merkingar í orðabók

greiður lýsingarorð

sem auðvelt er að gera eða fara, án hindrana

vegurinn yfir heiðina er sæmilega greiður

hann hefur greiðan aðgang að háttsettum mönnum


Fara í orðabók

greitt atviksorð/atviksliður

hratt og vel

samningaviðræðurnar ganga greitt


Fara í orðabók

greiða sagnorð

fallstjórn: þolfall/þágufall

laga hárið með greiðu

hún greiddi hár sitt vel og vandlega

hann greiddi sér með vatni


Sjá 3 merkingar í orðabók

greiddur lýsingarorð

borgaður

greiddir reikningar fara í þessa möppu


Sjá 2 merkingar í orðabók

greiður lo
hafa greiða göngu til <hans, hennar>
hafa <þetta> á greiðum höndum
hafa greiðan gang að <drykkjarvatni>
ganga greiðan gang

greitt ao

Sumum þykir betra mál að tala um atkvæðagreiðslu fremur en kosningu þegar sagt er já eða nei við tiltekinni hugmynd eða tillögu. Að sama skapi vilja þeir frekar tala um að greiða atkvæði en kjósa í því sambandi.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðalagið greiða einhverju leið að einhverju er gott og gilt. Frammistaða hennar greiddi henni leið að miklum völdum innan fyrirtækisins.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið greiða fyrir stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Það er þó undir merkingu komið hvort fallanna verður fyrir valinu.
Þegar andlagið er í þolfalli merkir greiða fyrir: borga fyrir. Hann greiddi fyrir þjónustuna (þf.) í beinhörðum peningum.
Sé andlagið hins vegar í þágufalli merkir greiða fyrir: flýta; auðvelda. Hún greiddi fyrir afgreiðslunni (þgf.) þegar málið var tekið fyrir á þingi.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin greiða tekur bæði beint andlag (í þolfalli) og óbeint andlag (í þágufalli): greiða einhverjum eitthvað. Því er þágufall í eftirfarandi setningu: Greiðið gegn tékka þessum Jóni Jónssyni.

Lesa grein í málfarsbanka

greiða s. ‘lagfæra, hjálpa; framkvæma; flýta; borga; leysa úr flækju; †bera fram,…’; sbr. fær. greiða, nno. greida, fe. gerǣdan ‘koma í lag, hjálpa’, gotn. garaidjan ‘ráðstafa, ákveða’; greiða kv. ‘hárkambur, fetakambur (í vefstól)’, sbr. fær. greiða kv. ‘grein, skil’, ft. greiður ‘áhöld’, nno. greide kv. ‘skipan, skil, ákvörðun, (í ft.) verkfæri’; greiði k. ‘hjálp, hagræði; veitingar; reiði, reiðtygi’, sbr. fær. greiði ‘aðstoð, beini’, nno. greide k. ‘barnsfylgja’, greide h. ‘reiðtygi, aktygi’. Öll ofangreind orð eru leidd af lo. greiður ‘tilbúinn, skjótur, fús, tálmunarlaus, óflæktur’, sbr. fær. greiður ‘óflókinn, skýr, reiðubúinn, samvinnuþýður,…’, nno. greid (s.m.), fe. gerād, gerǣde ‘reiðubúinn, auðveldur, skýr’, mhþ. gereit(e), nhþ. bereit ‘tilbúinn’, gotn. garaiþs ‘ákveðinn, tiltekinn’ (af forsk. ga- og reiður (4)). Sjá greiðka, greiðsla, greiðugur, reiða (1), reiði (1) og reiður (4).