hæ fannst í 4 gagnasöfnum

-ið hæs; hæ

upphrópun

óhátíðleg kveðja, sæl/sæll

hæ, gaman að sjá ykkur


Fara í orðabók

Eignarfall getur gegnt mismunandi hlutverki eins og sjá má af eftirfarandi dæmum:

A. Sigurður er hvers manns óvinur ‘Sigurður er óvinur allra’
B. Sigurður er hvers manns níðingur ‘hver maður níðir Sigurð’

Í A-dæminu vísar eignarfallið til frumlags en í B-dæminu vísar það til andlags eins og sjá má af merkingarskýringunni, umorðuninni. Í nútímamáli er A-gerðin mjög algeng en B-gerðin sjaldséð. Orðasambandið vera hvers manns níðingur ‘sá sem allir spotta (allir beina níði að)’ er orðfræðilega sérstakt og ber þar þrennt til. Í fyrsta lagi er það notað aftur og aftur óbreytt sem ein heild; í öðru lagi er merking þess sérstök eins og vikið hefur verið að og í þriðja lagi krefst uppruni þess skýringa. Notkunardæmi eru auðfundin á vefnum tímarit.is, t.d.:

Sá sem það [drengskaparheit] brýtur er hvers manns níðingur (Lindin 1.1.1946, 14);
verða hvers manns níðingur við það að vega fóstbróður sinn (Ársr.Nemendasamb.Laugaskóla 1.1.1932, 174);
Verst var að vera hvers manns níðingur, öllum óheill (Jörð 1.9.1932, 174);
ella heita hvers manns níðingur (Heimskr 6.7.1899, 2).

Uppruna orðasambandsins kann að mega rekja til Brennu-Njáls sögu:

að þú hefnir allra sára þeirra er hann hafði á sér dauðum eða heit hvers manns níðingur ella (ÍF XII, 291), sbr. einnig Egils sögu:
hafi sá fé þetta, lönd og lausa aura, er sigur fær en þú ver hvers manns níðingur ef þú þorir eigi (ÍF II, 158).

Eins og áður gat er B-gerðin afar sjaldgæf í síðari alda máli en fjölmargar hliðstæður eru auðfundnar í fornu máli, t.d. í Hávarðar sögu Ísfirðings:

þú munt líkjast föður þínum og vilja vera ræningi Ljóts [‘sá sem Ljótur rænir’] (ÍF VI, 338) og
Þeir segja víg Ljóts [‘að Ljótur var veginn’] (ÍF VI, 339).

***

Smáorðiðer kunnugt sem upphrópun í fornu máli og fram í nútímann en notkun þess sem kveðju í merkingunni ‘halló’ er naumast eldri en frá síðasta þriðjungi 20. aldar, t.d.:

Hæ (öll); Hæ, manni; Hæ, þú þarna.

Hér gætir áhrifa frá ensku: hi (eftirhermuorð) eða hey. Smáorðið , einnig bæ-bæ, er í nútímamáli einnig notað sem kveðja í merkingunni ‘bless’. Það er fengið úr e. good-by, good-bye, samandregin mynd úr God be with ye (Klein), sbr. enn fremur e. bye; bye-bye (barnamál) (Klein).

Á haustmisseri 1987 dvaldist ég í Bandaríkjunum og er mér mjög minnisstætt að mér þótti sérkennilegt að þar heilsaði afgreiðslufólk í verslunum viðskiptavinum með og er þeir fóru fylgdi þeim eða bæ-bæ. Ég hafði aldrei heyrt þetta fyrr en um svipað leyti munu þessi kveðjuorð hafa náð að festa rætur í íslensku og fyrri hlutinn (hæ-ið) mun reyndar algengur í nágrannamálum okkar (d. hej; þ. hei) en hvorki í dönsku, sænsku né norsku finn ég bæ-inu nokkurn stað.

Jón G.Friðjónsson, 7.1.2017

Lesa grein í málfarsbanka

1 hæ uh. (17. öld) kallorð til að draga athygli, til að tjá fögnuð; sbr. d. , ha, he. Sjá ha, (14) og .


2 hæ uh. (nísl.) ⊙ ‘svei, uss’. E.t.v. tengt hoj (1) og .