handar fannst í 7 gagnasöfnum

hönd -in handar; hendur rétta upp hönd; hafa öll ráð í hendi sér; hand|öxi; handar|breidd; handa|hreyfing

hönd nafnorð kvenkyn

líkamshlutinn í framhaldi af handlegg, framan við úlnlið

<þau> takast í hendur

<þau> haldast í hendur

taka í höndina á <henni>

rétta <honum> höndina


Sjá 4 merkingar í orðabók

hönd no kvk
hönd no kvk (rithönd)

Það er í samræmi við upprunalega beygingu að segja: höndin á honum stóð fram úr erminni, hann tók í höndina á mér, hún rétti mér höndina, hún hélt á töskunni í hendinni. Síður: „hendin á honum stóð fram úr erminni“, „hann tók í hendina á mér“, „hún rétti mér hendina“, „hún hélt á töskunni í höndinni“.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið ná yfirhöndinni er orðið fast í málinu og því yfirleitt ekki sagt „ná yfirhendinni“ eins og búast hefði mátt við út frá beygingunni á orðinu hönd (hönd, hönd, hendi, handar).

Lesa grein í málfarsbanka


Talað er um að lýsa einhverju á hendur sér (þ.e. verknaði, t.d. mannvígum). Samtökin lýstu sprengjutilræðinu á hendur sér og bera því ábyrgð á því. Það er hins vegar hæpið að segja: „lýsa ábyrgð á hendur sér“.

Lesa grein í málfarsbanka


Frekar er mælt með orðalaginu fyrir hendi en til staðar.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja honum fórst þetta vel úr hendi.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja taka einhverjum tveim höndum en ekki „taka einhverjum opnum höndum“. Hins vegar: taka einhverjum opnum örmum.

Lesa grein í málfarsbanka


Annaðhvort skyldi segja komast í hendurnar á einhverjum eða komast í hendur einhvers.

Lesa grein í málfarsbanka


Bæði gengur að segja hefjast handa við eitthvað og hefjast handa um eitthvað.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið taka traustataki merkir strangt til tekið: taka eitthvað án leyfis en í trausti þess að leyfi hefði fengist. Gerður er greinarmunur á merkingu þessa orðasambands og taka eitthvað ófrjálsri hendi en það merkir: stela einhverju.

Lesa grein í málfarsbanka


Fasta orðasambandið sjálfs er höndin hollust merkir: best er að treysta sjálfum sér, reiða sig ekki um of á aðra.

Lesa grein í málfarsbanka


Sagt er hafa eitthvað við höndina.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja bera hönd fyrir höfuð sér en ekki „yfir höfuð sér“.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er með farið að segja á hendur einhverjum ekki „á hendur einhvers“. Hann bar fram ásakanir á hendur þeim. Þau svöruðu með því að höfða mál á hendur honum.

Lesa grein í málfarsbanka

hönd kv
[Læknisfræði]
[skilgreining] Fjarhluti efri útlims, úlnliður, miðhönd og fingur.
[latína] manus,
[enska] hand

handan ao. ‘hinumegin, hinumegin frá’; handar ao.mst. ‘fjær’; handari l.mst. ‘fjarlægari’; handur ao. ⊙ ‘hinumegin, yfir um’. Sbr. fær. handan ‘hinumegin, hinumegin frá’, fgotl. handan mair. Líkl. sk. hindri (s.þ.) og hinstur og leitt af fn.stofninum *ha-, *he-, sbr. hana (1) og fír. centar ‘hérna megin’. Aðrir ætla að þessi orð, ɔ handan og hindri, séu sk. lat. recens ‘nýr, ferskur’, gr. kainós ‘nýr’, fsl. konŭ ‘byrjun’, og burgundamáli hendinos ‘konungur’, eiginl. ‘hinn fremsti’. Vafasamt.


hönd, †ho̢nd kv. ‘framlimur á manni (og apa), einkum fremsti hlutinn framan við úlnlið; rithönd; handfylli; framhreifi á sel,…’; sbr. fær. hond, nno. og sæ. hand, d. hånd, ne. og nhþ. hand, fe. og fsax. hand, fhþ. hant, gotn. handus. Orðið virðist gamall u-stofn eða samhlj.st., en á sér ekki beina samsvörun í öðrum ie. málum. E.t.v. sk. gotn. hinþan, sæ. hinna ‘ná, grípa’, fsæ. hanna ‘ná, snerta’ og fhþ. heri-hunda ‘herfang’. Sjá hannarr og -henni; vafasöm eru tengsl við töluorðin hundrað og tíu (s.þ.). Um merk., sbr. fsl. ro̢ka ‘hönd’ og re̢ko̢ ‘ég safna saman’. (Orð um hönd í ie. málum eru mörg og af mismunandi toga, sbr. lat. manus (sjá mund (1)), gr. kheír, lith. rankà (sbr. fsl. ro̢ka) og ír. lám (sbr. lámur) o.fl. og gætir þar e.t.v. áhrifa frá bannhelgi). Sjá hanski, henda, höndla og höndugur.