harðla fannst í 3 gagnasöfnum

harðla (einnig harla)

harður l. ‘ómjúkur; fastur í sér; óþjáll viðureignar; harðgerður, hraustur; erfiður, illþolandi,…’; sbr. fær. harður, nno. hard, sæ. og d. hård, fe. heard (ne. hard), fsax. hard, fhþ. hart, herti (nhþ. hart) og gotn. hardus. Orðið er líkl. upphafl. u-st., < germ. *harðu-, sk. gr. kratýs ‘sterkur, voldugur’, krátos, kártos ‘styrkur, afl’; af sömu rót (ie. *kar-) eru e.t.v. fi. karkara- ‘hrjúfur, harður’ og gr. krana(u)ós ‘harður, klettóttur’. Af harður er leidd so. harðna ‘verða harðari’, sbr. fær. harðna, nno. hardna, sæ. hårdna (s.m.), harðindi h.ft. ‘harðæri, frosthörkur; harðleikni’, físl. harðendi ‘harka’ og harða, harðla ao. ‘mjög, afar’, sbr. nno. hardla, msæ. hardla og halla. Sjá harka (1) og herða (1).