hart fannst í 6 gagnasöfnum

harður hörð; hart harður diskur; hart vatn; hart í búi STIGB -ari, -astur

harður lýsingarorð

eins og steinn að koma við

ég missti bollann á harða stéttina


Sjá 5 merkingar í orðabók

hart atviksorð/atviksliður

erfiðlega, harkalega

lífið hefur leikið konuna hart

koma hart niður

fæða barn með erfiðismunum


Sjá 2 merkingar í orðabók

harður lo (ekki mjúkur (viðkomu))
harður lo (harðgerður, hraustur)
harður lo (harðneskjulegur/strangur)
harður lo (harkalegur)

hart lo hvk
hart ao
leggja hart að sér
eiga hart í búi
leika <hann, hana> hart
taka hart á <þessu>
<þetta; lífið; brennivínið> leikur <hann, hana> hart
Sjá 17 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Það er ekki síður rétt að segja hlaupa hart en hlaupa hratt. Sbr. vera á harðahlaupum, harðaspretti.

Lesa grein í málfarsbanka


Lo. forstokkaður merkir beinni merkingu nánast ‘trénaður’ en í óbeinni merkingu ‘íhaldssamur, mjög ógjarn til breytinga; óforbetranlegur’, t.d.:

forstokkaður íhaldsmaður

Það mun fengið úr d. forstokket en sú orðmynd er lh.þt. af eldri d. forstokke sem fengið er úr lágþ. vorstocken, sbr. stocken ‘verða stífur’, sbr. lágþ. stock ‘(tré)stafur’. Orðið mun naumast eldra en frá fyrri hluta 18. aldar:

þá verður þó ekki þeirra forstokkað hjarta sundur marið með guðs orði (f18 (Víd 522));
bað fyrir þeim, sem foröktuðu ríkdóm Guðs langlundar eftir þeirra forstokkuðu hjarta (f18 (Sjö 23)).

Lo. forhertur merkir ‘harður’ í beinni merkingu en yfirfærð merking er ‘harðsvíraður, samviskulaus’. Það er fengið úr d. forhærdet (lh.þt.), sbr. lágþ. vorherden, t.d.:

forhertur syndari; forhertur glæpamaður.

Elstu dæmi eru úr Guðbrandsbiblíu:

þá varð hans hjarta forhert (2. Mós 8, 15 (GÞ));
forherti hjarta faraós (2. Mós 9, 12 (GÞ)),

sbr. einnig:

hertu hjarta fólks þessa (Jes 6, 10 (GÞ));
forharðnað hjarta (2. Mós 9, 7 (GÞ)).

Nútímamerking og vísun orðanna forstokkaður og forhertur hefur breyst svo mjög að telja má að tengslin við kristilegan uppruna séu rofin eða alveg horfin.

Í fornu máli eru þess mörg dæmi að menn beygi hálsinn fyrir e-m eða beygi háls/svíra e-s, t.d.:

og margir höfðu sinn svíra fyrir [því höfði] beygt (Pröv 232 (1350–1360)).
Og þeir sem eru svo forstokkaðir eða forhertir að vilja ekki beygja háls sinn eða svíra fyrir æðri máttarvöldum (> verslegu valdi) eru þá með hörðum svíra, sbr.:

lýður þessi er með hörðum svíra (Stj 312 (1450–1500));
lýður sjá er með hörðum svíra (Stj 314 (1450–1500)),

sbr. einnig:

þeir vildu ekki heyra orð drottins og spámann heldur herða þeir svíra sína í gegn guði (Stj 639 (1300–1325)).

Lo. harðsvíraður er af sama meiði, það merkir bókstaflega ‘sem hefur harðan svíra (‘háls’); sem beygir sig ekki fyrir guði; forhertur, forstokkaður’, sbr.: harðsvíraðir glæpamenn. Elsta dæmi um það er frá 16. öld:

að nokkur með þrjósku sig hér í mót setur og harðsvíraður fram eftir götum lifir (DI XIV, 406 (1565)).

Jón G. Friðjónsson, 29.10.2016

Lesa grein í málfarsbanka


Í fornu máli samsvarar lo. harður í sumum tilvikum lýsingarorðinu hraður, t.d.:

A. harður ‘hraður’
Ríðum undan hart (ÍF VIII, 128);
Hún gekk hart utar eftir skálanum (ÍF V, 13);
þó að þér ríðið mjög hart (Kgs 57 (1275));
ríða þeir hart upp eftir eyrunum (ÍF XII, 138);
En þá Kjartan bar brátt að er þeir riðu hart (ÍF V, 152).
                                                                                              
Þessi málnotkun er kunn allt fram á 20. öld, sbr.:

undrar bónda það mest hvað hesturinn fer hart yfir (m19 (ÞjóðsJÁ I, 517));
þó hann [hesturinn] dytti undir honum á harðri ferð (s19 (Fylgsn I, 151));
Þú mátt ríða hart (m20 (Sagnag I, 27));
Ég fer ekki hart yfir jörðina (JTrRit IV, 25);
hljóp lengi svo hart að hann gat naumast fylgt mér eftir (m20 (JóhBirk 78));
þó hart væri riðið (f20 (EyjGMinn I, 158)).

Breytingin hart > hratt í slíkum samböndum er engan veginn ný af nálinni, elstu dæmi um hana má rekja aftur til 14. aldar, sbr.:

B. hraður                   
Hraður var byr en mjög bárstórt og lítið borð við [‘á móti; fyrir’] báru (Bisk II, 82 (1350–1365));
heimtu þeir upp atkeri og draga upp segl og sigldu að landinu sem hraðast (f14 (Pst 302));
gengur hann sem hraðast frá þeim til sinna manna (ÍF XIV, 369 (1460));
bar hann hratt undan svo að hann komst inn um portið ... áður hinir komu eftir (m16 (Reyk II, 17));
dýrið leggst þegar fram fyrir þá og verður hesturinn nú harður [lesbr. hraður (s15 (577))] mjög á sundinu (Vilhj 44 (1450–1475)).

Ætla má að orsakir breytingarinnar hart > hratt megi rekja til merkingar, lo. hraður fellur vel að sögnum sem vísa til hreyfingar (ríða, hlaupa, fara yfir, sigla, aka, ganga, e-n ber undan, synda). B-dæmin sýna að málbreytingar geta tekið mjög langan tíma, í þessu tilviki nokkrar aldir. Og enn lifir gamla málbeitingin í einstökum dæmum, sbr.:

vera á harða spani/harðaspani (s19);
strunsaði síðan upp stigann með hörðum fótaburði (KrMBald95, 96);
*Hjarta, hví slærðu svo hart og ótt? (s19 (MJochLeik 71));
ríða á harða stökki (Ísaf 5.2.1898, 27);
þá hann [hestur] rann á harða skeiði á ísi (Eimr 1.5.1921, 143);
Þau svifu á harða ferð í loft upp (s19 (Úran 77)).

Sá sem þetta ritar hefur vanist því að aka/ganga/hlaupa ... hratt og þekkir einungis afbrigðin aka/ganga/hlaupa ... hart af bókum. Mér er ekki grunlaust um að sem kennari hafi eg alllengi talið að einungis afbrigðin með hraður (hratt) væru rétt. – Svo lengi lærir sem lifir.

***

Allmargir sendu mér góðar athugasemdir við síðasta pistil. Ég nefni einungis tvær.

Bragi Halldórsson benti mér á innskot í Fóstbræðra sögu úr Flateyjarbók þar sem sagt er að minni sé í heila:

Þykkir honum hún leggja sjaldnar tíu fingur upp sér um háls en verið hafði. Lyftist þá lítt það reiði í [‘þá gætti með honum nokkurrar reiði’] sínu rúmi en reiði hvers manns er í galli en líf í hjarta, minni í heila, metnaður í lungum, hlátur í milti, lystisemi í lifur (Flat II, 300 (1387–1395)).

Ég hefði vitaskuld átt að muna eftir þessu dæmi, það er vel þekkt og um það hefur talsvert verið fjallað, einkum Jónas heitinn Kristjánsson.
 
Margrét Jónsdóttir sendi mér skemmtilegt dæmi úr bók Árna Bergmanns: Eitt á ég samt. Endurminningar. 2015, bls. 229. Það snýst um kenningar um aðsetur hugvits:

Maður einn tók það að sér að útskýra kenningar hinna sex miklu Gyðinga í sem allra stystu máli.
Móses sagði: Allt kemur þaðan (og bendir til himins).
Salómon sagði: Allt kemur héðan (og bendir á ennið á sér en á bak við það býr mannvitið).
Jesús sagði: Allt kemur héðan (og bendir á hjartað þar sem kærleikurinn býr).
Karl Marx sagði: Allt kemur héðan (og bendir á magann þar sem hungrið á heima).
Sigmund Freud sagði: Allt kemur þaðan (og bendir niður milli fóta sér þar sem kynhvötin ólmast).
Albert Einstein sagði: Gleymið því ekki, piltar, að allt er þetta afstætt.

Jón G. Friðjónsson, 10.6.2017

Lesa grein í málfarsbanka

harður
[Læknisfræði]
samheiti hertur
[enska] sclerous

harður
[Læknisfræði]
[enska] scirrhous

harður l. ‘ómjúkur; fastur í sér; óþjáll viðureignar; harðgerður, hraustur; erfiður, illþolandi,…’; sbr. fær. harður, nno. hard, sæ. og d. hård, fe. heard (ne. hard), fsax. hard, fhþ. hart, herti (nhþ. hart) og gotn. hardus. Orðið er líkl. upphafl. u-st., < germ. *harðu-, sk. gr. kratýs ‘sterkur, voldugur’, krátos, kártos ‘styrkur, afl’; af sömu rót (ie. *kar-) eru e.t.v. fi. karkara- ‘hrjúfur, harður’ og gr. krana(u)ós ‘harður, klettóttur’. Af harður er leidd so. harðna ‘verða harðari’, sbr. fær. harðna, nno. hardna, sæ. hårdna (s.m.), harðindi h.ft. ‘harðæri, frosthörkur; harðleikni’, físl. harðendi ‘harka’ og harða, harðla ao. ‘mjög, afar’, sbr. nno. hardla, msæ. hardla og halla. Sjá harka (1) og herða (1).