heita fannst í 6 gagnasöfnum

heit -ið heits; heit ég strengi þess heit; heit|slit

heita hét, hétum, heitið þótt ég heiti/héti því að fara

heiti -ð heitis; heiti spyrja mann að heiti; heita|kerfi

heitur heit; heitt heitur reitur STIGB -ari, -astur

heit nafnorð hvorugkyn

loforð

efna heit sitt <við hana>

strengja þess heit að <koma fram hefndum>


Fara í orðabók

heiti nafnorð hvorugkyn

nafn á e-u eða e-m, t.d. persónu, stað, tegund eða fyrirtæki

eigandinn hefur valið heiti á fyrirtækið


Sjá 2 merkingar í orðabók

heitur lýsingarorð

sem hiti er í

bakarofninn er orðinn heitur

það er heitt í veðri

eldaður matur borðaður heitur

heitur matur

eldaður matur borðaður heitur

<mér> er heitt

eldaður matur borðaður heitur


Sjá 2 merkingar í orðabók

heita sagnorð

bera tiltekið nafn

hvað heitir hún?

fjallið heitir Esja

hún hét réttu nafni Sif


Sjá 5 merkingar í orðabók

heit no hvk

heiti no hvk (nafn)
heiti no hvk (orð í skáldamáli um hlut/fyrirbæri)

heitur lo
heitur lo (ákafur)

Sögnin heita getur tekið með sér tvo þágufallsliði í germynd. Þau heita Sigríði stuðningi. Ég hét honum trúnaði. Báðir liðirnir eiga að halda þágufallinu í þolmynd. Sigríði var heitið stuðningi. Honum var heitið trúnaði. Nokkrar fleiri sagnir geta tekið með sér tvo þágufallsliði: ansa, fórna, hóta, játa, lofa, svara, úthluta.

Lesa grein í málfarsbanka


Í gátnasafni Jóns Árnasonar (Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Kh. 1887) er eftirfarandi gáta (bls.60):

Hvað hét hundur karls, / sem í afdölum bjó? / Nefni eg hann í fyrsta orði, / þú getur hans aldrei þó.

Ég minnist þess að hafa heyrt þessa gátu í aðeins breyttri mynd í Laugarnesskóla á 6. áratug síðustu aldar (Hvað hét eg hund karls ...) og jafnframt var mér kennt [Óskar Halldórsson] að hundurinn hafi heitið Hvatur.

Gátan er augljóslega eitthvað brengluð enda hef ég heyrt menn halda því fram [í Útsvari] að hvutti hafi heitið Hvað en það er vitaskuld fráleitt. Ég hygg að Matthías Þórðason hafi skýrt gátuna á viðunandi hátt í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 38. árg. Þar segir hann:

Ég ætla að gátan hafi upphaflega verið þannig: Hvat hétu menn hund karls, / sem í afdölum bjó? / Nefndak hann í fyrsta orði. / – Þú getr þess aldrei þó (bls.78).

Ólafur Pálmason hefur heyrt aðra (og betri) gerð vísunnar:

Hvat hét hund sinn karl / sem í afdölum bjó? / Nefndi eg hann í fyrsta orði, / og geturðu hans ekki þó.

Kjarni lausnarinnar er sá að sögnin heita er hér skilin sem áhrifssögn (heita e-n e-ð ‘láta e-n heita e-ð; kalla e-n e-ð; gefa e-m nafn’) en ekki sem áhrifslaus sögn (e-r heitir e-ð ‘e-r ber nafn’) og þá fellur allt í ljúfa löð. Breytingin t > ð í bakstöðu (hvat > hvað) var orðin algeng um 1300 og gefur því orðmyndin Hvat vísbendingu um háan aldur vísunnar.

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka

titill kk
[Hagfræði]
samheiti heiti
[enska] title

heiti hk
[Hagfræði]
samheiti titill
[enska] title

heiti
[Hugbúnaðarþýðingar]
samheiti nafn
[enska] name

heiti
[Læknisfræði]
[latína] nomen

heiti
[Læknisfræði]
samheiti íðorð
[enska] term,
[latína] terminus

orð
[Orðasafn félags um skjalastjórn]
samheiti fræðiheiti, heiti, hugtak
[enska] term

heiti hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
samheiti íðheiti
[skilgreining] orð eða orðasamband, sem hæfir tilteknu hugtaki
[enska] term

nafn
[Upplýsingafræði]
samheiti heiti
[enska] name

heiti
[Upplýsingafræði]
samheiti heiti atriðis
[enska] name

heiti
[Upplýsingafræði]
samheiti fyrirsögn, myndatexti, titill
[enska] caption

fyrirsögn kv
[Upplýsingafræði]
samheiti heiti, kaflaheiti, myndatexti, titillína, yfirskrift
[franska] légende,
[enska] caption,
[norskt bókmál] overskrift,
[hollenska] onderschrift,
[danska] overskrift,
[þýska] Bildüberschrift,
[sænska] överskrift

nafnmynd kv
[Upplýsingafræði]
samheiti heiti, heiti atriðis, nafn
[sænska] namn,
[franska] nom,
[enska] name,
[norskt bókmál] navn,
[hollenska] naam,
[danska] navn,
[þýska] Name

heit
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Hátíðlegt loforð.

heit h. ‘hátíðlegt loforð; hótun, heiting’; sbr. fær. heit ‘loforð’. Sjá heita (2).


1 heita kv. ‘það að hita e-ð (t.d. öl); það sem hitað er í einu’. Sjá heita (3) og heitur.


2 heita (tvf.)s. ‘nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra; kalla á, kveðja til; gefa loforð, lofa hátíðlega’; sbr. fær. og nno. heita, sæ. hetta, d. hedde, fe. hātan, fsax. hētan, fhþ. heizan (nhþ. heissen). Frekari ættfærsla óviss, en e.t.v. sk. lat. cieō ‘set á hreyfingu’, citāre ‘kalla til sín’, gr. kíō ‘geng burt’; upphafl. merk. þá ‘koma á hreyfingu, ýta við (með kalli)’. So. heita er eina so. í norr. og vgerm. sem geymir minjar ósamsettrar þm. (mm.), sbr. ísl. ég heiti (frnorr. (sæ.) rúnar. haiteka), fe. hātte, gotn. haitada ‘(ég) er kallaður’. So. heita í merk. ‘lofa’ líkl. < *ga-haitan, sbr. gotn. gahaitan (s.m.) og fsax. gehēt (þt.) ‘lofaði’. Af heita s. eru leidd no. heit (s.þ.), heiting og heitan kv. ‘hótun’ og heitast s. ‘hafa í heitingum, hóta’. Sjá heiti (1).


3 heita s. ‘hita’, h. öl ‘brugga öl’; sbr. fær. og nno. heita, sæ. hetta, d. hede, fe. hǣtan (ne. heat), fhþ. og nhþ. heizen. Sjá heita (1), heitur og hiti.


1 heiti h. ‘nafn; sérstakt (hlutar)heiti í skáldam.’; sbr. fær. heiti, nno. heite (s.m.). Sjá heita (2).


2 Heiti k. sækonungsnafn. Líkl. af so. heita ‘lofa, hóta’ eða heitast ‘hafa í heitingum, ógna’.


heitur l. ‘varmur, hitagæfur; ákafur, æstur’; sbr. fær. heitur, nno. heit, sæ. het, d. hed, fe. hāt (ne. hot), fsax. hēt, fhþ. heiz (nhþ. heiss); < germ. *haita- (< ie. *kā̆i-d-), sk. lith. kaitrùs ‘heitur’, kaĩsti ‘hitna’ (< *kā̆i-t-). Af sama toga er e.t.v. fhþ. hei ‘þurr’ og gihei ‘hiti’ (< *hajja-) og gotn. haizam (þgf.ft.) ‘blysum’. Sjá heita (1 og 3) og hita.