hikandi fannst í 4 gagnasöfnum

hika hikaði, hikað

hikandi

hika sagnorð

bíða svolítið, ana ekki áfram, leggja ekki í e-ð strax

hann hikaði þegar hún spurði hann að aldri

hún hikaði andartak við útidyrnar

hika við að <leiðrétta hana>


Fara í orðabók

hikandi lýsingarorð

sem hikar

hann tók hikandi við bréfinu

hún brosti til hans svolítið hikandi

vera hikandi við <að kvarta>


Fara í orðabók

hika s. (17. öld) ‘draga við sig, vera tvílráður, leggja ekki tafarlaust í e-ð’; hik h. ‘töf, dvöl, efablendni, óvissa; lag í brimi’. Sbr. nno. hika ‘vera óráðinn í, draga við sig; hrasa, stama’, hjaltl. hiker ‘efa sig, tefja við’, sæ. máll. hikra ‘stama’. Sbr. einnig hikri k. fno. aukn. og nno. hikra ‘hlæja hneggjandi hlátri’, sæ. hicka, nno. hikka ‘snökta’, d. hikke ‘hiksta’. Orðsift þessi lýtur í öndverðu að látæði og líkamshljóðum. Sjá hikla og hiksta.