hjá fannst í 5 gagnasöfnum

hjá hann fór hjá sér; hún sat hjá

hjá forsetning

(um staðsetningu) í nálægð við/fast við (e-ð/e-n)

má ég setjast hjá þér?

við ákváðum að hittast um kvöldið hjá kirkjunni

rétt hjá

alveg við (e-ð)


Sjá 5 merkingar í orðabók

Fs. fyrir að viðbættu þgf. vísar oft í beinni merkingu til staðar, t.d.:

þú er fyrir mér;
Það er ekki nýtt fyrir mér að strákurinn sé latur

Í óbeinni merkingu verður merkingin ‘óþága’, t.d.:

ekki blæs byrlega fyrir e-m/e-u;
illa er komið fyrir e-m;
Tekur nú allt að ganga fremur öfugt fyrir honum (m20 (Skút I, 34));
gekk það misjafnlega vel fyrir mönnum eftir þreki þeirra (f20 (ThFrHák 31));
Vertu þolinmóð hvað sem á dagana kann að drífa fyrir þér (ÞjóðsJÁ2 V, 22).

Fs. hjá með þgf. vísar einnig til staðar í beinni merkingu og óbeinni. Þess er því að vænta að hún keppi við fs. fyrir í þeim samböndum sem þegar var minnst á enda má sjá dæmi þess í traustum heimildum. Elstu vísbendingar um breytinguna fyrir e-m (‘óþága’) > hjá e-m (staðarmerking) má greina á 19. öld, sbr.:

Það mun hafa hlaupið á snærið fyrir þér (m19 (Þús III, 563));
En þá hljóp síðla sumars á snærið hjá Skúla (m19 (Fylgsn I, 345)).

Dæmi þar sem málnotkun er á reiki að þessu leyti eru fjölmörg, t.d.:
e-ð setur strik í reikninginn hjá e-m (fyrir e-m);
fokið er í flest skjól hjá e-m (fyrir e-m);
e-ð/allt er komið í óefni hjá e-m/(fyrir e-m);
vel/illa er ástatt fyrir e-m/hjá e-m;
það hallar/er farið að halla undan fæti hjá e-m (fyrir e-m);
það hleypur á snærið hjá e-m (fyrir e-m).

Einnig gætir annarrar breytingar í orðasamböndum af þessum toga. Til einföldunar má sýna hana með eftirfarandi hætti:

Farið er að syrta í álinn fyrir e-m > hjá e-m > fyrir e-n, t.d.:

Segi Skotar já við þeirri tillögu gæti syrt aftur í álinn fyrir forsætisráðherrann (Mbl 12.7.2014, 24);
Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palestínumenn (Frbl 29.10.04);
Enn syrtir í álinn fyrir Þróttara (eftir tap fyrir Völsurum) (Sjónv 30.6.05);
enn syrtir í álinn fyrir heimastúlkur (Sjónv. 21.6.06);
Að líkindum blæs ekki byrlega fyrir ritin (TilGF 192 (1917));
en fæst blésu þau byrlega fyrir kaþólsku kirkjuna (s19 (ÓlÓlÞjóð 202)).

Elsta dæmi um breytinguna fyrir e-m > fyrir e-n í tilvikum á borð við framantalin dæmi er frá síðari hluta 19. aldar. Breytinguna má trúlega rekja til sambanda eins og: e-ð er gott/ vont fyrir e-n; staðan er 1-0 fyrir mig/Eyjamenn. Um þessa breytingu má taka undir með karlinum sem sagði: Ekki er það vakurt þótt riðið sé.

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka


Eitt af fjölmörgu sem eykur fjölbreytni og fegurð íslenskrar tungu er að líta má á sama hlut eða verknað frá ólíkum sjónarhornum. Sem dæmi má nefna að heimildir sýna að í elsta máli lögðu menn af stað, síðar breyttist það og menn tóku að leggja á stað (algengast í þjóðsögum) og núna munu flestir kjósa að leggja af stað. Merkingarmunur er lítill sem enginn, ekki skiptir máli hvort vísað er til þess staðar sem farið er frá (leggja af stað) eða þess staðar sem halda skal á (leggja á stað). Svipuðu máli gegnir um fjölmörg orðasambönd, í einn stað kemur hvort sem steinn veltur niður í fjöru eða ofan í fjöru.

Forsetningingetur vísað til kyrrstöðu á stað og merkir þá nánast ‘hjá’, t.d.:

Ari nam og marga fræði að Þuríði Snorra dóttur goða og hann hafði numið af gömlum mönnum og vitrum.

Hér er ugglaust algengast að nota fs. af eða hjá. En lengi gætir gamalla siða því að hin forna mynd fala e-ð að e-m lifir samhliða yngri myndinni fram á 19. öld:

falaði að þeim gripina (m19 (SkGSkv 51));
fala e-ð að e-m (Snp I, 56 (1835));
*Einn þá vill að öðrum fala, / ærið fagurt kann að tala, / teygir síðan tungu’ úr hvopt (ms17 (HPNLjóð 6)).

Yngri myndin er nánast einhöfð í þjóðsögum:

kóngi þykir taflið firna fagurt og falar það af honum (ÞjóðsJÁ II, 482);
þess erindis að fala smjör af honum (ÞjóðsJÁ V, 361);
Heimabóndi fer nú og falar kvörnina af bróður sínum (ÞjóðsJÁ II, 12).

Breytingin að > af í slíkum samböndum er forn (um 1300) og sjá má af eftirfarandi dæmum úr Sverris sögu:

Nemi þér að mér því að eg er mjúklátur og lítillátur í hjarta mínu og munu þér finna hvíld öndum yðrum (s14 (Matt 11, 19 (Flat III, 164)));
Nemi þér af mér því að eg em mjúklátur og lítillátur í hjarta mínu og munu þér finna hvíld sálum yðrum (Matt 11, 19 (Sv 22 (1300))).

Jón G. Friðjónsson, 31.10.2015

Lesa grein í málfarsbanka


Í fjölmörgum föstum orðasamböndum er talsvert á reiki hvort notaður er fs.-liðurinn fyrir e-m eða hjá e-m, t.d.:

Það blæs ekki byrlega fyrir/(hjá) henni/liðinu
allt er komið í óefni fyrir/(hjá) manninum
það slær í baksegl(in) fyrir/hjá e-m

Í samböndum sem þessum er fs. fyrir eldri og upprunalegri en fs. hjá og í beinni merkingu vísar hún til staðar ‘hvar; gagnvart’ en óbeinni til ‘þágu/óþágu’. Þar sem fs. hjá vísar einnig til staðar er breytingin fyrir e-m > hjá e-m í slíkum samböndum auðskilin. Elstu dæmi um hana munu vera frá 19. öld:

Það mun hafa hlaupið á snærið fyrir þér (m19 (Þús III, 563));
En þá hljóp síðla sumars á snærið hjá Skúla (s19 (Fylgsn I, 345));
Það kom babb í bátinn hjá skólanum í vetur (Son 159 (1848));
Þarna kom þó dálítið babb í bátinn fyrir henni, stássrófunni þeirri (m20 (Dal I, 177)).

Eins og áður gat er málnotkun nokkuð á reiki í orðasamböndum af þessu toga, t.d. (miðað er við málkennd þess sem þetta ritar og raunveruleg (en ótilgreind) dæmi):

e-ð/allt fer í hrærigraut hjá e-m (fyrir e-m);
e-ð setur strik í reikninginn hjá e-m (fyrir e-m);
e-ð dregst fyrir e-m/hjá e-m;
e-u er svo varið fyrir e-m (hjá e-m);
e-u er svo háttað hjá e-m (fyrir e-m);                                                           
farið er að syrta í álinn hjá e-m (fyrir e-m);
fokið er í flest skjól fyrir e-m (hjá e-m);
vel/illa/þannig er ástatt  / stendur á fyrir e-m/hjá e-m;
það hallar/er farið að halla undan fæti hjá e-m (fyrir e-m);
það hleypur á snærið hjá e-m (fyrir e-m).

Hér hlýtur málkennd og málvenja að ráða för en gagnlegt væri að hafa aðgang að traustum dæmum um notkun orðasambanda af þessum toga. Það er að vísu ekkert áhlaupaverk að safna slíkum dæmum og taka saman yfirlit yfir þau en ætti þó að vera gerlegt á tækni- og tölvuöld.

Í allmörgum dæmum af þessum toga er hefðin svo sterk að þar virðist ekkert svigrúm, sbr. eftirfarandi dæmi þar sem einungis fs. fyrir kemur til greina:

e-ð er (ekki) nýtt fyrir e-m;
illa er komið fyrir e-m.

Í fyrra rifjaði ég upp Dalalíf mér til ánægju og yndisauka og þar rakst ég á mörg dæmi af þessum toga, m.a. eftirfarandi þar sem ég gæti vel notað fs. hjá:

vel byrjaði búskapurinn fyrir þeim (m20 (Dal II, 90));
Hvað skyldi það svo hafa verið sem slettist upp á fyrir þeim? (m20 (Dal II, 157));
Þetta lítur bara vel út fyrir þér (m20 (Dal II, 165)).

Í nútímamáli gætir þess nokkuð að í stað fs.-liðarins fyrir/hjá e-m komi fyrir e-n, t.d. það syrtir í álinn fyrir mér > ... fyrir mig, t.d.:

Segi Skotar já við þeirri tillögu gæti syrt aftur í álinn fyrir forsætisráðherrann (12.7.2014); 
Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palestínumenn (29.10.04);
Enn syrtir í álinn fyrir Þróttara (eftir tap fyrir Völsurum) (30.6.05);
enn syrtir í álinn fyrir heimastúlkur (21.6.06);
Það blés svo sannarlega ekki vel fyrir íslenska liðið fyrstu 15 mínútur leiksins (2011).

Breytingin fyrir e-m > hjá e-m er skiljanleg enda virðist hún samræmast málkerfinu en breytingin fyrir/hjá e-m > fyrir e-n er annar eðlis, mér virðist hún í sumum tilvikum brjóta í bág við merkingarkerfi tungunnar. Mér er þó skylt að geta þess að dæmi sem þessi eru ekki ný af nálinni, sbr.:

en fæst blésu þau [mörg veðrin í loftinu] byrlega fyrir kaþólsku kirkjuna (s19 (ÓlÓlÞjóð 202));
Að líkindum blæs ekki byrlega fyrir ritin sem þú hafðir heim með þér (TilGF 192 (1917)).

Hér skiptir vafalaust máli hvort fsl. vísar til persónu (það blæs ekki byrlega fyrir mér/hjá mér) eða dauðra hluta (það blæs ekki byrlega fyrir tímaritinu (tímaritið)).

Til gamans og fróðleiks tefli eg fram eftirfarandi dæmum:

Þegar Móabskonungur sá að árásin var harðari en svo að hann gæti staðist hana (2007);
En er Móabskonungur sá að hann mundi fara halloka í orustunni (2. Kon 3, 26 (1981));
En er Móabs-konungur sá að hann mundi fara halloka í orustunni (1912);
En er Móabskonúngur sá að honum veitti orustan erfitt (Lundúnabiblía (1866));
En er Móabskonúngur sá að stríðið var honum erfitt (Reykjavíkurbiblía (1859));
En er Móabs kóngur sá að stríðið var honum erfitt (Viðeyjarbiblía (1841));
En sem Moabitea kongur sá að stríðið var honum of öflugt (1813; 1747);
Og Moabs konungur sá að stríðið var honum of sterkt (Steinsbiblía (1728));
En sem Moabiter kongur sá að stríðið var honum of öflugt (Þorlálsbiblía (1644)); [orðrétt þýðing]
En sem Moabiter kongur sá að í óefni var komið fyrir honum (2. Kon 3, 26 (GÞ)); [málrétt þýðing]
Da aber der Moabiter könig sah, das im der streit zu starck war (Luth (1545)).

Jón G. Friðjónsson, 17.6.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið fara hjá sér merkir í fornu máli ‘fara einförum/einn’, sbr. Eyrbyggja sögu:

Sýndist mönnum þann veg [‘þannig’] helst sem hann myndi leikinn [‘hafa orðið fyrir gjörningum (töfrum)’] því að hann fór hjá sér og talaði við sjálfan sig (ÍF IV, 146).

Í síðari alda máli og nútímamáli merkir orðasambandið ‘verða skrýtinn, feiminn’, sbr.:

setja þá í mestu forundran og láta þá verða svo sem hjá sér (f18 (Klím 56)).

Orðasambandið vera ekki með sjálfum sér merkir ‘vera ekki eins og maður á að sér; vera ekki með réttu ráði’ og eru kunn mörg önnur orðasambönd svipaðrar merkingar, t.d.:

Ferðamennirnir voru frá sér numdir (af hrifningu) (†‘utan líkamans’ > ‘ekki með sjálfum sér’);
voru frá sér numdir yfir máli hans (Norðf II, 104 (1849)).

Orðasambandið vera utan við sig merkir ‘vera ekki með sjálfum sér; vera annars hugar’, sbr. viðutan, lo.ób. Dæmi:

virtist hann vera allmjög utan við sig og úti á þekju (f20 (HÞor 308));
allur varð hann á sönsum fyrir utan sig og hrörlegur (s19 (Fylgsn II, 409));
tók Kristín fásinnu mikla og óeirð og var sem utan við sig (m19 (ÞjóðsJÁ I, 341));
Ég var eins og utan við mig (s18 (Kvöld I, 32)).

Svipað orðafar er algengt í fornu máli, t.d.:

En eigi að síður verður hver með sjálfum sér lengst að fara [‘hver hefur sjálfan sig lengst sem förunaut; langvinn er glíma manns við sjálfan sig’] (ÍF VI, 49);
vera við alla menn góður, þá er vel fara með sér (Íslhóm 65r13).

***

Orðasambandið kosta e-u/öllu til e-s merkir ‘reiða e-ð/allt fram sem greiðslu (fyrir e-ð), leggja e-ð/allt í kostnað; vilja e-ð/allt til vinna; leggja sig allan fram’. Rætur þess eru allgamlar, sbr. Reykjahólabók:

hún mundi vilja kosta þar peningum til (m16 (Reyk II, 15));
sagðist vita það víst að hún mundi þar öllu til kosta (m16 (Reyk II, 15)).

Orðasambandið spara ekkert til (e-s) merkir ‘horfa ekki í kostnað; láta einskis ófreistað’, t.d.:

Í málinu ... var ekkert til sparað til þess að koma upp um Jón bónda (m19 (SkGSkv 27)).

Það er algengt í fornu máli, t.d.:

eg hefi engan hlut til þess sparað að gera og mæla svo að yðvar vegur væri þá meiri en áður (ÍF II, 183);
Vill Hrútur gerast mágur þinn og kaupa dóttur þína og skal eg eigi mitt til spara (ÍF XII, 8); Síðan var stofnað til boðs á Höskuldsstöðum og ekki til sparað en ærin voru efni (m14 (ÍF V, 65)).

Frá síðari hluta 19. aldar er kunnugt afbrigðið spara engu til:

stofnað reglulegt fiskiklak ... á kostnað stjórnarinnar og engu til sparað (TBókm II, 119 (1881));
engu er til sparað að veiðin geti orðið sem mest (Ægir 1920, 28 (OHR));
Það verður engu til sparað [á popptónleikum] (Útv 16.3.06);
engu til sparað við uppeldi barna í Kína (St2 16.10.12);
eins og sést á myndbandinu verður engu til sparað (St2 15.2.12).

Þessi málnotkun er ekki í samræmi við málvenju; hér mun gæta áhrifa frá orðasambandinu kosta e-u/öllu/miklu til (e-s).

Jón G. Friðjónsson, 15.7.2017

Lesa grein í málfarsbanka

hjá
[Lyfjafræði - lyfjastofnun]
samheiti með-, sam-
[enska] co-

hjá fs. ‘við hliðina á, rétt við; með,…’; sbr. fær. hjá, nno. hjå (kjå, sjå), fsæ. hia- í samsetn. Eiginl. þgf. eða stf. af *hīwa- ‘heimilisfólk’, sbr. í hjá, upphafl. ‘með heimafólki’ e.þ.u.l.; sbr. d. hos (af hús) og fr. chez (af lat. casa ‘hús, kofi’). Sjá hjú (1), hjón og hýbýli.