hjálparbás fannst í 1 gagnasafni

hjálparbás kk
[Málfræði]
[skilgreining] Í hlutlausri orðaröð í íslensku stendur persónubeygð hjálparsögn oft næst á eftir frumlaginu en þegar engin hjálparsögn er stendur aðalsögnin þar og tekur persónubeygingu. Menn hafa af þessu dregið þá ályktun að allar setningar hafi fast pláss fyrir persónubeygða sögn. Staðurinn er ýmist kenndur við hjálparsagnir, og kallast þá HJÁLPARBÁS, eða beyginguna. Þar sem sagnir eru e.k. burðarásar í setningum er þessi bás afar mikilbægur og oftast er gert ráð fyrir að aðrir liðir skipist undir hann. Sumir vilja meina að hjálparbásinn sé algildi.
[dæmi] Dæmi (hjálparbás sýndur með __): Ég hef stundum kysst stelpurnar. Þú hefur stundum kysst stelpurnar. Ég kyssti stundum stelpurnar. Þú kysstir stundum stelpurnar.
[enska] auxiliary category