hlýtt fannst í 6 gagnasöfnum

hlýða Sagnorð, þátíð hlýddi

hlýr Lýsingarorð

hlýta Sagnorð, þátíð hlýtti

hlýtt Atviksorð, stigbreytt

hlýða hlýddi, hlýtt

hlýða sagnorð

fallstjórn: þágufall

gera það sem manni er sagt að gera

hundurinn hlýddi mér ekki og hljóp burt

hún ætlast til að sér sé hlýtt

nemendur og kennarar hlýða skólastjóranum


Sjá 4 merkingar í orðabók

hlýr lýsingarorð

af notalega háu hitastigi, sem vermir

það var gott að koma inn í hlýja skólastofuna

það er hlýtt <úti>


Sjá 3 merkingar í orðabók

hlýða so
<þetta; slíkt tal> hlýðir ekki

hlýtt lo hvk
hlýtt ao

Ritað er hlíta fyrirmælum, ekki „hlýta fyrirmælum“.

Lesa grein í málfarsbanka


Ritað er hlíta en ekki „hlýta“, sbr. hlíta úrskurði.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin hlýða er rituð með ý-i vegna þess að hún er skyld nafnorðinu hljóð.

Lesa grein í málfarsbanka

1 hlýða kv. † ‘borðstokksfjöl á skipi til varnar ágjöf’. Uppruni óljós, e.t.v. s.o. og fe. hlíewð ‘skjól’, sk. hlé og hlýja, eða hljóðfirrt mynd af hlýra ‘skipskinnungur’ (s.þ.).


2 hlýða s. ‘hlusta (á); gegna, hlýðnast; hæfa, sæma’; sbr. fær. lýða ‘hlusta; hvísla’, nno. lyda ‘hlera, hlýðnast; stoða, duga’, sæ. lyda, d. lyde ‘gegna’, d. máll. ly ‘hlusta á’; < *hleuþian, sbr. hljóð (1) og hljóður (sbr. og fe. hlȳdan, fhþ. hlūten ‘gera hávaða, glymja, hljóma’, af germ. *hlūða-, sbr. fe. hlūd, fhþ. hlūt ‘hávær’). Upphafl. merk. hlýða líkl. ‘að nema hljóð, hlusta’; um merkinguna ‘hlýðnast’ sbr. þ. horchen ‘hlusta’, gehorchen ‘hlýðnast’; ísl. hlýða ‘hæfa’ e.t.v. < *ga-hliuþian. Af hlýða er leitt no. hlýði kv. † ‘hlýðni’ og lo. hlýðinn og af því hlýðni kv. og hlýðnast s. Sjá hljóð (1).


1 hlýr h. (k.) ‘kinn, vangi; kinnungur á skipi; hlið eða flötur á öxarblaði’; sbr. nno. lyre kv. ‘húðfelling eða hrukka (helst á vöngum)’, fe. hléor, fsax. hlior, mholl. liere ‘vangi’; < germ. *hleuza-, eiginl. ‘eyrnasvæði’ e.þ.h., sbr. nhþ. lauschen ‘hlusta’, < *hlūs-skōn, ír. clúas ‘eyra’, fsl. slyšati ‘heyra’, sluchŭ ‘heyrn’, sbr. hlera og hlust (hljsk.). Sjá hlýra (1) og hlýri (1).


2 hlýr l. ‘heitur, varmur’; sbr. fær. lýggjur, nno., sæ. máll. og jó. ly, < *hleuja-, sbr. fe. hléowe ‘heitur’, ne. lew ‘volgur’. Sjá hlýja og hlýka, hlána, hlár, hlé, hlóa og hlær. Af hlýr er leidd so. hlýna, sbr. fær. lýna, nno. lyna ‘volgna, mildast (um veðurfar)’.


3 hlýr k. (nísl.) ‘steinbítsbróðir’. Sjá hlýri (2).