hljóðskipunarhömlur fannst í 1 gagnasafni

hljóðskipunarhömlur kv
[Málfræði]
samheiti raðhömlur
[skilgreining] Sum hljóð geta ekki staðið saman og myndað klasa þar sem sá klasi myndi brjóta hljóðskipunarreglur viðkomandi tungumáls. HLJÓÐSKIPUNARHÖMLUR eru hljóðskipunarreglur sem hindra ákveðin hljóð í að standa saman og eru ólíkar milli mismunandi tungumála.
[dæmi] Í íslensku getur klasinn *tl- ekki verið í framstöðu; hljóðskipunarhömlur íslenskunnar hindra það.
[enska] sequential constraints