hnyssa fannst í 2 gagnasöfnum

hnyssa Kvenkynsnafnorð

hnyssa Sagnorð, þátíð hnyssaði eða hnyssti

1 hnyssa kv. (19. öld) ‘mikið af e-u, allstór hrúga, væn visk’. Uppruni óljós og óvíst um stofnsérhljóð (y eða i?). E.t.v. sk. nno. nysja ‘reyta,…’ og nyssa ‘reyta, hrifsa, hnupla’, sæ. máll. noss’ ‘hárreyta, rykkja í’, jó. nusse ‘róta, hrista’ og þá líkl. rótsk. hnyskja, sbr. jó. nuske ‘rífa í, reyta’, þ. máll. nüschen ‘kippa eða rykkja í’, og þá e.t.v. jafnframt ísl. hnasla og hnusla (germ. *hnas-, *hnus- ‘reyta, kroppa’) (s.þ.). Upphafl. merk. í orðinu væri þá ‘e-ð sem reytt er, stór visk’ e.þ.u.l. Sjá hnyssa (2).


2 hnyssa s. ‘sveipa, vefja um’, h. að e-u, h. um e-ð ‘ganga vel frá, búa vel um, laga til’, h. til ‘þrífa til’, h. af, h. upp (af) ‘hreinsa, borða upp, ljúka úr mataríláti’. Uppruni óljós. Merk. ‘sveipa um’ sem kemur fyrir í físl. þekkist einnig í nno. nyssa ‘hjúpa, vefja um’ og er erfitt að gera sér grein fyrir tengslum hennar við önnur merkingartilbrigði orðstofnsins, e.t.v. af ‘snyrta, skartbúa’. So. er e.t.v. að einhverju leyti leidd af hnoss (< *hnussian), en sýnist hafa blandast so. sem svara mundi til nno. nyssa ‘reyta, hrifsa, hreinsa,…’, sbr. hnyssa (1). Af sama toga og so. hnyssa er lo. hnyssilegur ‘þokkalegur, snotur, natinn’, hnyssinn l. ‘lagtækur og nostursamur’ og hnyss h. ‘nákvæmni við gerð og samsetningu hluta’. Sjá hnoss og hnyssa (1).