hræmuglega fannst í 3 gagnasöfnum

hræma kv. (17. öld) ‘lélegur og ljótur hlutur, ljót (slitin) flík; ófríð manneskja’; hræma s. ‘gera e-ð illa; hrella, gera grikk’; hræmu(g)legur l. ‘ljótur, vesæll; afleitur, hörmulegur’; hræmsli h. ‘skrifli, ljótur og af sér genginn hlutur’. Engar beinar samsvaranir í skyldum grannmálum; hræma e.t.v. < *hrōmiōn eða *hrēmiōn, sk. hrómla, hruma (3), hrumla og e.t.v. hrimi og hrimminn, af germ. *hrem- ‘skera, rista’; hræma merkti þá í öndverðu ‘e-ð skorið, skurfótt eða illa farið’. Sjá hrómla og hrumla.