hundrað fannst í 7 gagnasöfnum

hundrað -ið hundraðs; hundruð ekki hundrað í hættunni; mörg hundruð manns; leitað var til hundraða manna; hundraðs|hluti

hundrað nafnorð hvorugkyn

100

það er ekki hundrað í hættunni

það er ekki mikið í húfi


Fara í orðabók

hundrað töluorð

talan 100


Fara í orðabók

hundrað no hvk
það er ekki hundraðið í hættunni
meta <jörðina> til hundraða

Hundrað: Athuga ber að í fleirtölu er nefnifallið ekki „hundruðir“, þolfallið ekki „hundruði“ og eignarfallið ekki „hundruða“.

Lesa grein í málfarsbanka


Betur fer á að segja Skuldir stofnunarinnar eru komnar yfir hundrað milljónir króna en „Skuldir stofnunarinnar eru yfir hundrað milljónum króna“.

Lesa grein í málfarsbanka


Í setningum á borð við: á annan tug umsókna barst/bárust virðist ekkert málfræðilegt frumlag (fallorð í nefnifalli) að finna, því verður að láta tilfinninguna fyrir merkingarlegu frumlagi ráða til að ákveða hvort sögnin í setningunni á að vera í eintölu eða fleirtölu. Fleiri setningar af svipuðum toga eru t.a.m.: langt undir einni milljón manna lét/létu lífið, vel yfir eitt þúsund gosflaskna brotnaði/brotnuðu, innan við eitt hundrað sundmanna kom/komu til keppni.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið hundrað er ýmist nafnorð í hvorugkyni (hundrað manna; ég mætti hundruðum manna á leiðinni) eða óbeygjanlegt lýsingarorð (hundrað manns; hundrað menn; ég mætti hundrað mönnum á leiðinni).

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja á annan tug manna, ekki „á annan tug menn“. Sömuleiðis á annað hundrað manna, á annað þúsund manna og á aðra milljón manna.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið hundrað skiptist þannig á milli lína: hund-rað.
Hundruð skiptist þannig á milli lína: hund-ruð.

Lesa grein í málfarsbanka

hundrað
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Verðmælir sem m.a. var notaður um verðgildi jarðeigna, byggður á gróinni réttarvenju.
[skýring] Eitt hundrað á landsvísu, eins og það var nefnt, merkti oft að fornu 120 (tólfrætt hundrað) en gat einnig, á síðari öldum, merkt 100 (tírætt hundrað). Sjá einnig landaurar.

hundrað h. (to.) s.s. tíu tugir eða tólf tugir (stórt hundrað); sbr. fær. hundrað, nno. hundrad, sæ. hundra, d. hundred, fe. hundred, fsax. hunderod, mhþ. hunderit, hundert, ne. hundred, nhþ. hundert. Sbr. fe. og fsax. hund, fhþ. hunt, gotn. hund (s.m.). Sk. lat. centum, gr. hekatón, fi. śatám, fpers. (avest.) satǝm, fsl. sŭto, lith. šim̃tas, fír. cét (s.m.) < ie. *ḱm̥tóm < *dḱm̥tóm, líkl. myndað af ie. orði sem merkti tug, sbr. lat. decem og ísl. tíu (s.þ.) og upphafl. merk. þá ‘tíu tugir’. Viðliðurinn -rað í ísl. hundrað, fe. hundred o.s.frv. er sk. -ræður (1) í áttræður og níræður (hljsk.) og gotn. raþjo ‘reikningur, tala’. Sjá hyndast og ath. hund- (1).