já fannst í 4 gagnasöfnum

-ið jás; já já|yrði

upphrópun

táknar samþykki

já, ég er búin að lesa bókina

já, hún kemur í kvöld

segja já


Fara í orðabók

nafnorð hvorugkyn

það að segja já, jáyrði

hann vissi hvað jáið þýddi


Fara í orðabók


[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] Yes

1 já ao. (h.) táknar jákvæði við e-u; sbr. fær., nno., sæ. og d. ja, fe. géa, gíese (< *jē-swā), ne. yes, fhþ. jā̆, fsax. jā (nhþ. ja), gotn. ja, jai; sbr. ennfremur lith. ‘já’, lat. iam ‘nú, nú þegar’. Orðið er tengt ie. fn.-stofninum *i̯o-, *i̯e- ‘sá’, sbr. fi. yá-s ‘sá, þessi’, gr. (h)ó tvfn., og líkl. fremur lenging úr *ja- en < *jā- < *jē-. Upphafs-j-ið hefur haldist í innstöðu og fyrir endurtekningu (*ja, ja,…); tæpast s.o. og gotn. jah ‘og’ þótt skylt sé. Sjá ja, jaur, jerjór, ; ath. (2) og játa.


2 já s. ‘játa, segja já; lofa’. So. gæti vel verið leidd af (1), en er oft tengd fsax. gehan, fhþ. jehan (st.s.) ‘segja, staðhæfa, játa’ og fhþ. jiht ‘frásögn, játning’, sem e.t.v. eiga skylt við lat. jocus ‘gaman, skemmtisögn’, fi. yá̄cati ‘biður, heimtar’ og mkymbr. ieith ‘tungumál’; þá < *éa (eða *jāa) < *ehan < *jehan. Sjá gigt, ikt og jól; ath. (1) og játa.