jafnan fannst í 7 gagnasöfnum

jafn Lýsingarorð

jafna Kvenkynsnafnorð

jafnan Kvenkynsnafnorð

jafn jöfn; jafnt að öðru jöfnu STIGB -ari, -astur (sjá § 2.2 § 7.6 í Ritreglum)

jafnan

jafnan atviksorð/atviksliður

venjulega

það voru jafnan tveir menn á vakt í einu


Fara í orðabók

jafn lo
jöfnu báðu rismála og miðmorguns
um jöfnu báðu <dagmálum og hádegis>
jöfnum báðum miðmorguns og dagmála
jöfnu báðu miðmorguns og dagmála
jöfnu báðu hádegis og dagmála
Sjá 21 orðasambönd á Íslensku orðaneti

jafnan ao

Orðið jafn er bæði hægt að rita laust frá eða áfast lýsingarorðum og atviksorðum: Hann hefur aldrei verið jafn góður (einnig: jafngóður) og núna. Jóna fór jafn oft (einnig: jafnoft) til Akureyrar og Jón. Sjá § 2.2 í Ritreglum.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið að jafnaði og ao. jafnan eru að því leyti vandmeðfarin að merkingarmunur þeirra er ekki ávallt augljós og þar við bætist að þau eru allmikilvæg þar sem þau eru oft notuð í reglum og leiðbeiningum hvers konar og einnig í lagamáli. Ég held það væri ómaksins vert að einhver mér sprækari kannaði þetta sérstaklega. Hér skal einungis drepið á nokkur atriði.

Orðasambandið að jafnaði er skilgreint svo í Íslenskri orðabók annars vegar og orðabók Sigfúsar Blöndals hins vegar:

að jafnaði ‘oftast nær, venjulega’ (Íob);
að jafnaði ‘i Regeln, sædvanlig, i Almindelighed’ (SBl).

Í sömu ritum er ao. jafnan skilgreint svo:

jafnan 1 ‘ætíð, alltaf’ 2 ‘að jafnaði, oftast’ (Íob);
jafnan ‘stadig, altid’ (SBl).

Eins og sjá má ber ekki mikið á milli hvað að jafnaði varðar en hins vegar er allnokkur munur á að því er tekur til ao. jafnan. Lýsingin í Íslenskri orðabók virðist betri og nákvæmari en framsetningin í Blöndalsbók. En hvenær merkir jafnan þá (1) ‘ætíð, alltaf’ og hvenær (2) ‘að jafnaði, oftast’?  Ég treysti mér ekki til að svara því með viðhlítandi hætti og hef ég þó legið tímunum saman yfir fjölmörgum dæmum. Ég sé ekki annað úrræði en deila örlitlu broti dæmanna með lesendum, vísa álitamálinu í dóm þeirra:

1. ‘ávallt, alltaf’ (merking kunn frá fornu máli til nútímamáls):
Foreldrar mínir voru jafnan fátæk (f20 (HÞor 4));
*jafnan svo helst sem þóknast þér / það fyrir bestu verður mér (s17 (KGrSálm 24));
Enginn er til þess skapaður að jafnan skuli lifa (Kgs 130);
drottinn mun jafnan minn Guð vera (Stj 170);
þá hefir hann jafnan Guð móti sér (Kgs 131);
Guð elskar jafnan réttindi og lítillæti (Kgs 133);
Guð er jafnan réttdæmur og fara því guðs dómarar jafnan eftir réttindum (SvTal 3);
Það mun þó svo nær leggja .... en þó munt þú jafnan bæta fyrir henni (ÍF XII, 87);
Og fer svo um mörg mál, þó að menn hafi skapraun af, að jafnan orkar tvímælis þó að hefnt sé (ÍF XII, 114);
en það fannst á jafnan að jarl virði mikils Gunnar því að hann setti þá harðlega aftur alla er á Þráin leituðu (ÍF XII, 201); 
jafnan með góðum huga (2. Kor 5, 6 (OG)) = ávallt hughraustir (1912).

2. ‘að jafnaði, oftast’:
gallarnir og veilurnar í lunderni hans höfðu jafnan yfirhöndina (f20 (HÞor 107));
Það sem jafnan skeður undrast menn ei svo mjög (f19 (GJ 382));
með því vor vara stendur jafnan í stað í óáran og mestu hallæri og færist ekki að prjóns virði (Alþ IV, 264 (1615)).

Í flestum þeirra dæma sem ég hef skoðað úr síðari alda máli virðist erfitt að skera úr um það hvort við eigi fyrri merkingin (‘ávallt, alltaf’) eða hin síðari (‘að jafnaði, oftast’). Dæmi um síðari merkinguna virðast mun færri en þó er öruggt að hvor tveggja merkingin er forn. Þetta má sjá af lesbrigðum þegar ‘sama’ dæmi er kunnugt úr mörgum heimildum. Slík dæmi eru fjölmörg, t.d.:

Þá kemur oft annar, sá er mál á við hann, og verður þá jafnan svo dregið til að miðla svo að báðum skyli líka (Fris 293 (1300/1325));
Þá kemur oft annar, sá er mál á við hann, og verður þá oft dregið til að miðla, svo að báðum skyli líka (Hkr III, 260);
þá kemur oft annar sá er mál á við hann, verður þá jafnan dregið til og miðlað (Eirsp 147);

En það bar þar til sem oft kann verða að þar voru staddir við þeir er öfundsjúkir voru meir en gæsku [fullir] (Flat III, 147 (1387-1395));
En það bar þar til sem jafnan kann henda að þar voru við staddir þeir menn að meir voru öfundar fullir en gæsku (Sv 6).

jafnan skildi sveitunga þeirra á (Fris 479 (1300/1325)) = oftlega (AM81, 469 (1450-1475)).

Þess skal að lokum getið að nú skil ég betur en áður hvers vegna Sigfús Blöndal gerði aðeins ráð fyrir fyrri merkingunni (jafnan ‘stadig, altid’ (SBl)).

***

Sögnin brydda merkir (1) ‘setja brodd eða brodda á e-ð’ og (2) ‘setja bryddingu á e-ð’ (brydda skó). Gömul beyging sagnarinnar var brydda, bryddi, brytt, en í nútímamáli er þt. oftast bryddaði og lh.þt. bryddað. Gömlu beygingarinnar sér þó stað í nútíðinni (bryddir) auk þess sem gömlu myndirnar láta enn á sér kræla, t.d.: 

Urðu langar og ýtarlegar umræður um þá óánægju sem á síðari árum hefur brytt á meðal félagsmanna (SvSkBenJ 402 (1906));
Þegar drengurinn kom til prests bryddi skjótt á hinu sanna (m19 (ÞjóðsJÁ I, 270)).

Sögnin er algeng í ýmsum samböndum t.d.: á e-u bryddir ‘e-s gætir’; brydda á e-u (við e-n) ‘fitja upp á e-u við e-n; sýna (e-m) e-ð’; e-ð bryddir á sér ‘e-ð lætur á sér kræla’ og það bryddir á e-u ‘e-s verður vart’. – Í nútímamáli hefur ný mynd komið fram, brydda upp á e-u, t.d.:

Hún bryddaði upp á nýju umræðuefni;
Það var alveg sama á hverjum fjandanum ég bryddi upp á ... hann var aldrei með á nótunum (m20 (MJohSólm 139 (OHR))).

Mig grunar að þetta nýmæli eigi fyrirmynd sína í orðasambandinu fitja upp á e-u. Það er vísar til prjónaskapar og er mun eldar en brydda upp á e-u.

Það getur verið gaman að skoða nýjungar og reyna að átta sig á þeim en mér var ekki skemmt er ég rakst á eftirfarandi dæmi á vef HÍ:

Okkur langaði að brydda upp á eitthvað nýtt í tilefni jólanna (6.12.17).

Hvað veldur þessum ósköpum? Er það kannski sambandið bjóða (e-m) upp á e-ð.

Jón G. Friðjónsson, 15.12.2017

Lesa grein í málfarsbanka

jafn
[Eðlisfræði]
[enska] homogeneous

stöðugur lo
[Hagfræði]
samheiti jafn
[enska] steady

jafn lo
[Hagfræði]
samheiti stöðugur
[enska] steady

jafn
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] equal

samsvarandi
[Stjórnmálafræði]
samheiti í réttu hlutfalli, jafn
[enska] commensurate

einsleitur lo
[Stjórnmálafræði]
samheiti jafn, sams konar
[enska] homogeneous

samræmdur lo
[Stjórnmálafræði]
samheiti eins, jafn, samur
[enska] uniform

jafn, †jamn l. ‘eins (stór), eins (góður); samur, óbreyttur; sléttur; †rólegur,…’; sbr. fær. javnur, nno. jamn, sæ. jämn, d. jævn, fe. ef(e)n (ne. even), fhþ. eban (nhþ. eben), gotn. ibns. Uppruni óviss. Tæpast sk. lat. imitor ‘hermi eftir’ og imāgō ‘(eftir)mynd’ (< *imna-), sbr. að klofningin í norr. bendir á stofnlægt e. Vafasöm eru einnig tengsl við fi. yamá-h ‘tvíburi’, mír. emon ‘tvíburar’; (jafn < *jemna-); sjá Ýmir. E.t.v. fremur sk. gr. epí, fi. ápi ‘hjá, til,…’, sbr. gotn. ib-dalja ‘brekka’; jafn < *eƀna-. Af jafn er leidd so. jafna ‘gera jafnt, slétta’, sbr. fær. javna, nno. jamna, gotn. ga-ibnjan og no. jafningi k. og jafni k. ‘jafnoki’ og jafni k. ‘sérstök jurt’, sbr. fær. javni, nno. jamne (s.m.).