kringum fannst í 5 gagnasöfnum

kringum hringinn (í) kringum landið

kringum forsetning
Fara í orðabók

kringum atviksorð/atviksliður
Fara í orðabók

Ritað er kringum en ekki „kring um“.

Lesa grein í málfarsbanka


At­viks­orðið ­kring er dreg­ið af nafn­orð­inu hring­ur, sbr. sam­band­ið í ­hring um/(of), t.d.:

högg­ormur ... lagðist í hring of hann (Leif 95 (1200-1225));
hlaupum svo í hring um her­búð­irnar (Stj 394 (1300-1325))­;
steinar voru settir í hring um [stærsta steininn] (AlexFJ 68 (1280));
ganga í hring (um e-n) (Mork 128 (1275))­;
Hann [selurinn] fór í hring um skip­­ið (Laxd 18. k. (1330-1370));
eg sá hvítabjörn liggja í hring um eyna Hrafnistu (m15 (Örv 13));
en í kringum meginhaf (f14 (Alfr II, 125));
þeir sáu eigi heldur augum en hnakka og fóru allt í hring og kring (Hkr I, 312)­­.

Orða­sam­band­ið í hring um merkir ‘umhverfis’, sbr.:

þú skalt róa í hring um skútuna ... Þórhallur hafði þá róið umhverfis skútuna (HávÍsf 8.k.).

Orðmyndin kring er forn, sbr.:

Sneri [hann] þá hest­inum í ­kring (Sturl II, 143);
Þau hljópu um hann í kring skjálfandi af ótta (m15 (Mar 887));
herbúðirnar stóðu þar í kring um (s15 (Flórk 153));
umkringis hjá (Gyð 6 (A));
lágu umkring hann (15 (Álafl 105));
hljóp ... umkringis tréð (f16 (Sþögl 226)).

Úr fornu máli er kunn sögnin kringja um e-ð (ÓH 538 o.v.) í sömu merkingu og umkringja (Kgs 32; Lúk 21, 20 (OG)) og enn fremur eru samstæður ­eins og róa um kring skip­in (FN II, 426) og róa kring­um skip­in (FN II, 425) algengar. – Af slíkum dæmum má ráða breytinguna (í) hring um > (í) kring um > (í) kringum­­.

Elstu dæmi um kringum í síðari alda máli eru frá 16. öld, t.d. (úr bréfabók Guðbrands):

og leggi til baka [‘láta af, hætta’ < ‘láta e-ð vera að baki’] þetta misbrúk eða vols [d. volds ‘stærilæti, dramb’] að ganga í kringum kirkjugarðinn fyrir embætti og eftir (GÞBr 388 (1563));
Og um nætur voru þeir í kringum Drottins hús, því þeim bar að halda vaktina (1. Kron 9, 27 (GÞ)).

Jón G. Friðjónsson, 15.10.2016

Lesa grein í málfarsbanka

Kringum
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] Around

kringum ao. ‘umhverfis; hérumbil’. Eiginl. þf. af kringur (1) og fs. um; < kring um, sbr. fær. kring um, nno. kring um, um kring, sæ. máll. kring-om, d. omkring. Sjá kringur (1 og 2) og kring.