kryfja fannst í 3 gagnasöfnum

kryfja krufði, krufið ég kryf málið; þótt hann kryfji/kryfði músina

kryfja sagnorð

fallstjórn: þolfall

skera upp lík til rannsóknar

læknirinn krufði líkið


Sjá 2 merkingar í orðabók

kryfja s. ‘skera upp lík, rista á kvið og taka út innyfli; rannsaka vendilega’; sbr. fær. kryvja ‘kviðrista skepnu (spendýr, fugl eða fisk) og taka út innyflin; rista í sundur’ og krylvingur (< *kryvl-) ‘lítill lambskroppur, krobbi á smábörnum’. Af kryfja er leitt no. krufning kv. ‘uppskurður,…’, sbr. fær. kryvjing. Sjá krof.