kveðja fannst í 7 gagnasöfnum

kveðja so_alm

kveðja Kvenkynsnafnorð

kveðja Sagnorð, þátíð kvaddi

kveðja 1 -n kveðju; kveðjur, ef. ft. kveðja með bestu kveðju; kveðju|athöfn; kveðju|koss

kveðja 2 kvaddi, kvatt ég kveð þig; þótt hann kveðji/kveddi

kveðja nafnorð kvenkyn

það að heilsa e-m eða kveðja e-n

skilaðu kveðju til mömmu þinnar frá mér

kasta kveðju á <hópinn>


Sjá 2 merkingar í orðabók

kveðja sagnorð

fallstjórn: þolfall

segja bless (við e-n)

hún kvaddi mig á útitröppunum

hann kveður gestina með handabandi

ég á eftir að kveðja

kveðja hvorki kóng né prest

fara burt án þess að kveðja eða láta nokkurn vita


Sjá 4 merkingar í orðabók

kveðja no kvk
kveðja so
kveðja so (andast)
<þær> vanda ekki kveðjur <hvor til annarrar>
það varð fátt um kveðjur
það verða stuttar kveðjurnar
það verður lítið um kveðjur
vanda <honum, henni> ekki kveðjurnar
Sjá 16 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Athuga að rugla ekki saman sögnunum kveða og kveðja. Nokkur dæmi um notkun:

Kveða
Ummæli: Þeir kváðu sig reiðubúna. Þeir kváðust reiðubúnir. Hann kvað vera kominn.
Kveða á um. Reglurnar kveða skýrt á um þetta.
Kveða eitthvað upp. Hún kvað upp dóm.
Kveða upp úr. Þær kváðu upp úr með þetta eða um þetta.
Kveða við annan tón. Í yfirlýsingunni kvað við annan tón.

Kveðja
Kvaðning: Hún kvaddi þá til fundar. Þeir voru kvaddir til fundar. Hún hefur kvatt saman fund.
Kveðja dyra. Hann kvaddi dyra.
Kveðja sér hljóðs. Tveir hafa kvatt sér hljóðs.

Lesa grein í málfarsbanka


Talað er um að kveðja sér hljóðs, ekki „kveða sér hljóðs“. Hún kvaddi sér hljóðs.

Lesa grein í málfarsbanka

kveðja
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] greeting

kveðja so
[Tölvuorðasafnið]
samheiti hvetja
[skilgreining] Senda kvaðningu til notanda við útstöð.
[enska] prompt

kveðja s. ‘kalla, boða, krefja; eggja; tilnefna; ávarpa í kveðjuskyni, heilsa; deyja, skilja við’; sbr. fær. kvøða (þt. kvaddi), fe. cweddian, fhþ. q(u)ettan ‘ávarpa, heilsa’. Af sama toga er kveðja kv. ‘heilsun, skilnaðarorð, ávarp’, sbr. fær. kvøðja og fsæ. kvæþia. So. að kveðja er eiginl. ors. af kveða (3) (s.þ.), sbr. og kvaðning kv. (E.t.v. er það so. kveða fremur en kveðja sem kemur fyrir í orðasambandinu: Urðar orði kveðr engi maðr, og hefur þá e.t.v. misst forskeyti, t.d. and-?).