löðurmannlega fannst í 4 gagnasöfnum

löðurmannlega

löðurmannlegur -leg; -legt STIGB -ri, -astur

löðurmannlegur lýsingarorð

ómerkilegur, lítilmannlegur

létt verk og löðurmannlegt

auðvelt verk


Fara í orðabók

No. löðurmenni ‘kraftlítill maður; vesalingur, vesalmenni; skræfa’ kemur fyrir í Sörla sögu sterka (FN III, 216) (afrit frá 18. öld) og lo. löðurmannlegur kemur tvívegis fyrir í Grettis sögu. Uppruni forliðarins löður- er óljós, tæpast  < lauður ‘froða’ (Fritzn.). ÁBl. telur hann e.t.v. skyldan löðrunga og leðja og að hugsanleg séu tengsl við sænska orðið ladra ‘bera út þvaður’. Þótt uppruni sé óljós er merking og notkun í fornu máli og fram til nútímans engum vandkvæðum bundin.

Orðasambandið e-ð er létt verk og löðurmannlegt merkir ‘e-ð er auðvelt verk og vesalmannlegt’. Elsta dæmi um svipað orðafar er frá fyrsta þriðjungi 19. aldar:

Lítið verk, löðurmannlegt (GJ 205).

Í nútímamáli mun algengast að nota létt í stað lítið, t.d.:

Þetta verk þótti mér alltof létt og löðurmannlegt (m20 (JóhBirk 91));
[hafði] ratað á bestu handritin samkvæmt honum [leiðarvísi], því að það var bæði létt verk og löðurmannlegt (f20 (HÞor 393)).

Orðasambandið vísar til Grettis sögu, til ummæla Grettis er Ásmundur hærulangur fól honum þann starfa að gæta heimagæsa sinna:

Ásmundur svarar: Þú skalt gæta heimagása minna.“ Grettir svarar og mælti: Lítið verk og löðurmannlegt (ÍF VII, 37),

sbr. einnig fornar rímur:

*lítit verk ok löðurmannlegt / líst mér þetta at öllu (Rs I, 45).

Síðar bað Ásmundur Gretti að geyma hrossa hans. Það leist Gretti vel á og sagði um þann starfa:

Þetta er kalt verk og karlmannlegt (ÍF VII, 40).

Fyrra tilsvar Grettis hefur varðveist sem fast orðasamband sem flestir munu kunna nokkur skil á en hins síðara sér engan stað utan sögunnar. Hér er að verki hin óskeikula málkennd nafnlausra manna.

Jón G. Friðjónsson, 16.10.2015

Lesa grein í málfarsbanka