löngu fannst í 4 gagnasöfnum

langa Kvenkynsnafnorð

Langa Kvenkynsnafnorð, örnefni

langur Lýsingarorð

langur lýsingarorð

mikill á lengdina, t.d. band eða vegur

langur kaðall

löng vegalengd


Sjá 3 merkingar í orðabók

löngu atviksorð/atviksliður

löngum tíma áður

ég er löngu búin að gleyma honum

hann uppgötvaði villuna löngu eftir prófið

löngu áður

löngu fyrr

löngu síðar/seinna

það leið ekki á löngu þangað til <ég fékk svar>


Fara í orðabók

Í fornu máli var algengt að atviksorð með forsetningu væri eftirsett, t.d. fyrir e-ð fram, sbr.:

að þú geymir vel trú þína og elskir guð fyrir alla hluti fram (m16 (Reyk I, 115));
En það vil eg að þú vitir fyrir alla hluti fram (s14 (Pst 50));
bjóða e-m e-ð fyrir allt fram (s14 (Heil II, 516));
hann lofa og dýrka fyr alla hluti fram (f14 (Pst 459));
Hreystimannlega er slíkt mælt en þó er ráðlegra að rasa eigi fyrir ráð fram (ÍF V, 167);
Maður skal guði unna fyrir hvetvitna fram (f13 (GNH 87));
fyrir lög fram (f13 (GNH 119)).

Sömu orðaröð má sjá í fjölmörgum föstum orðasamböndum, t.d.:
                                                                                                                     
deyja (langt (löngu)) fyrir aldur fram;
eyða e-u fyrir [sig] fram;
Að éta fyrir sig fram og borga í hægðum sínum er hámóðins í flestum viðskiptum manna (Blanda IV, 268 (1886));
efninu, sem hér átti við, er að nokkru leyti búið að eyða fyrir sig fram (m19 (Fjöln V 1, 123));
merki eg að yður þykir fyrir lög fram gjört verið hafa (Safn XII, 182 (1664)).

Í nútímamáli er stundum sagt deyja um aldur fram og rasa um ráð fram en naumast styðst það við málvenju. Hér mun merkingin ‘um of’ toga í, þ.e. um er að ræða samfall orðasambandanna fyrir e-ð fram og um e-ð fram, sbr. einnig e-ð er um of.  Elstu dæmi um breytinguna fyrir aldur fram > um aldur fram eru frá miðri 20. öld, t.d. (Móð I, 176). –  Það má telja álitamál hvort yngri myndirnar hafi unnið sér þegnrétt í málinu.

***
           
Orðasambandið ekki leið á löngu er að því leyti margbrotið í notkun að samtengingar sem því fylgja eru afar fjölbreytilegar (; áður en; uns; þangað til; þar til o.fl.).  Erfitt – og ástæðulaust – virðist að tefla fram reglum um þennan fjölbreytileika enda virðist merking og málkennd ráða för. Til gamans skulu tilgreind nokkur dæmi til að sýna notkunina:

:
Það leið ekki heldur á löngu að sinnaskipti kæmi yfir einn Velvakandann (s20 (JGuðnSkTh I, 97));
Það leið þó ekki á löngu að þau [fyrirmælin] kæmu (m20 (LKrVestl I, 166)).

áður en:
og líður nú ekki á löngu áður en hið dauða fer að skilja sig frá hinu lifandi (s19 (Lækn 11));
Ekki leið á löngu áður en mökkurinn hvarf (s19 (Úran 24));
Annars leið ekki á löngu áður en ég fengi atvinnu (m19 (BGröndRit IV, 458));
Leið svo ekki á löngu áður en Þuríður kom til Reykjavíkur (m19 (BGröndRit IV, 542)); Líður ekki á löngu áður en Jón kemur honum undir (m19 (ÞjóðsJÁ II, 276)).

fyrr en:
Það leið heldur ekki á löngu fyrr en systir mín kom með samanbrotinn tínupoka (m19 (JHRit I, 283)).

uns:
og ekki leið á löngu uns honum tókst að villa sýn hinu nærgætna auga fóstru sinnar (fm20 (ÞTEyfs I, 9)).

þangað til:
það leið eigi á löngu þangað til áraglam heyrðist (s19 (ÞBLestr 61));
Það leið ekki á löngu þangað til Baldvin tók til annarra starfa (NF VIII, viii (1848));
en ekki leið á löngu þangað til þeir sáu tvo menn ríðandi sem teymdu lausan hest (m19 (ÞjóðsJÁ II, 171)).

þar til:
En ekki leið þó á löngu þar til það barst út að (Mbl 24.9.06);
En ekki leið á löngu þar til menn áttuðu sig á því (s20 (HHMold 333));
það leið ekki á löngu þar til hann var kominn með verslun (KrMBald97, 258);
Já, það leið ekki á löngu þar til Bretar tendruðu hina gullnu von (m20 (Virk I, 87));
en það stóð ekki á löngu þar til hann hafði skellt þeim öllum (Alm 1890, 62 (OHR)).

Svipað orðafar er kunnugt í fornu máli:

Egils saga: er það mitt hugboð að eigi líði langt áður fundi ykkra Eiríks konungs muni saman bera (ÍF II, 198);
Breta sögur: hann vissi gjörst sjálfur að eigi mundi langt líða áður en hver mundi annarra hans frænda þykja betur til fallinn ríki að hafa (Hsb 246 (1302–1310)).

Elstu dæmi um nútímamyndina (leið á löngu) eru frá miðri 19. öld en engar beinar samsvaranir eru kunnar í fornu máli. Reyndar er vandséð hvernig á þgf.-myndinni löngu getur staðið, vera má að merkingin ‘á löngum tíma’ liggi að baki.

Jón G. Friðjónsson, 23.9.2017

Lesa grein í málfarsbanka

1 langa kv. ‘tiltekinn fiskur (molva vulgaris)’; sbr. fær. og nno. longa, longe, sæ. långa, d. lange, mlþ. lange. Leitt af lo. langur (s.þ.).


2 langa s. ‘þrá, girnast, lengja eftir’. Sjá langur.


langur l. ‘(mikill) á lengd (bæði um rúm og tíma),…’; sbr. fær. langur, nno. og d. lang, sæ. lång, fe. og fhþ. lang (ne. long, nhþ. lang), gotn. laggs, lat. longus. Líkl. < *dlongho-, sk. gr. dolikhós, fsl. dlŭgŭ, rússn. dolgij, fi. dīrghá- (s.m.). E.t.v. leitt af ie. rót *del-, sbr. rússn. dlitь ‘hika, tefja tímann’, lith. del̃sti ‘slóra, dunda við e-ð’, sjá tálma og töldra. Af lo. langur er leitt no. langur k. og so. langa ‘þrá,…’, sbr. nno. langa, gd. lange, fe. langian, fhþ. langōn, langēn. Sjá lengd, lengi og lengja (1 og 2).