langa fannst í 7 gagnasöfnum

langa Kvenkynsnafnorð

Langa Kvenkynsnafnorð, örnefni

langa Sagnorð, þátíð langaði

langi Karlkynsnafnorð

langur Lýsingarorð

langur Karlkynsnafnorð

langa 1 -n löngu; löngur, ef. ft. langna löngu|ættkvísl

langa 2 langaði, langað mig langar í mat; hana langar heim; þá langar út

langi -nn langa; langar

langur 1 -inn langs; langar fundurinn dróst á langinn

langur 2 löng; langt STIGB lengri, lengstur

langa nafnorð kvenkyn

fisktegund, veidd við Ísland


Fara í orðabók

langa sagnorð

sækja í (e-ð), vilja (e-ð) mjög gjarnan, hafa löngun í (e-ð)

mig langar í vöfflu

hana langar að fara í ferðalag

okkur langar til að láta mála húsið

hana langar heim


Fara í orðabók

langur lýsingarorð

mikill á lengdina, t.d. band eða vegur

langur kaðall

löng vegalengd


Sjá 3 merkingar í orðabók

langur nafnorð karlkyn

draga <verkið> á langinn

láta verkið ganga hægt, klára það seint

fundurinn hefur orðið lengri en ráðgert var

<fundurinn> hefur dregist á langinn

láta verkið ganga hægt, klára það seint

fundurinn hefur orðið lengri en ráðgert var


Fara í orðabók

langa no kvk
<mig> langar að <taka þátt í mótinu>
<mig> langar <burt, heim>
<mig> langar til að <hitta hana>
<mig> langar í <mat, sælgæti>
<mig> langar að vita <hvað hún hefur sagt>
Sjá 7 orðasambönd á Íslensku orðaneti

langur lo (mikill á lengdina)
langur lo (mikill á hæðina, hávaxinn)
langur lo (sem varir lengi)
draga <verkið> á langinn
draga <hann, hana> á langinn með <fréttirnar>
draga <heyið> á langinn
<verkið; fundurinn> dregst á langinn

Sögnin langa er ópersónuleg. Með henni stendur frumlag í þolfalli. Mig langar til útlanda. Hana langar í kaffi.

Lesa grein í málfarsbanka


Stofn lýsingarorðsins langur, þ.e.a.s. lang, er stundum notaður til áherslu með hástigi lýsingarorða. Rétt er að rita hann áfastan lýsingarorðinu með eða án bandstriks, langstystur eða lang-stystur, langbestur eða lang-bestur.

Lesa grein í málfarsbanka


Munurinn á persónulegum sögnum og ópersónulegum er einkum sá að hinar fyrrnefndu krefjast geranda sem jafnframt er fumlag, t.d.:

Hún grunar/Þær gruna þá um þjófnað.

Með ópersl. sögnum er enginn gerandi, t.d.:

Hana/Þær grunar að þeir séu þjófar.

Með persl. sögnum sambeygist sögn frumlagi í tölu en tala frumlagsígildis með ópersl. sögnum hefur engin áhrif á tölu umsagnar. Meginmunurinn á persl. sögnum og ópersl. er þó merking, hinar síðarnefndu vísa oft til hugarástands eða afstöðu (finnast, þykja, líka, sýnast).

Þess eru mörg dæmi að persl. sögn verði ópersónuleg. Í Bárðar sögu stendur t.d.:

þá gátu þeir hvergi hrært sig og blöskruðu [‘depluðu’] augunum (ÍF XIII, 167).

Og í Tveggja postula sögu má lesa:

hann horfir rétt hið gegnsta og hið beinasta móti henni [sólinni] og blöskrar ekki (m14 (Pst 636));
svo að þeir blöskri eigi (m14 (Pst 636)).

Hér er so. blöskra notuð persónulega í merkingunni ‘depla (augunum)’. Í nútímamáli er blöskra hins vegar nánast ávallt notuð ópersónulega (e-m blöskrar e-ð) og blasir merkingarþróunin við:

‘depla augunum’ > ‘†e-m bregður; kjarkur bilar’ > ‘e-ð vekur hneykslun e-s’.

Í Þórðar sögu kakala má sjá dæmi um ópersónulega notkun:

Lagðist Þórður þá niður opinn [‘á bakið, upp í loft’] og bað þá hyggja að hvort honum blöskraði [‘honum brygði, hann missti kjarkinn’] nokkuð (Sturl II, 40).

Með nokkrum ópersl. sögnum stendur frumlagsígildi í þf. (mig langar, hana grunar) en langflestar taka þær með sér frumlagsígildi í þgf. (henni mislíkar, honum finnst) og þeirrar tilhneigingar gætir talsvert að nota þgf. í stað þf. og er þá talað um þágufallshneigð eða þágufallssýki. Talið hefur verið að þetta fyrirbrigði verði algengt um miðja 19. öld og það hefur jafnvel verið talið staðbundið. Með vísun til þess sem sagt var um merkingareinkenni sagna og til dæmanna um breytta merkingu og notkun má ljóst vera að munurinn á persónulegum og ópersónulegum sögnum liggur í málkerfinu sjálfu. Jafnframt er það svo að finna má dæmi um ‘þágufallshneigð’ þegar í fornu máli, t.d.:

eg skal fá öxar Sveini syni hans svo að hann skal eigi skorta (ÓH 612 (1250–1300));
En allt það er honum skortir í um vættin (Grgk I, 242 (1250)) = (GrgSt 92 (1260)).

Hin svo kallaða Reykjahólabók frá fyrsta þriðjungi 16. aldar (heilagra manna sögur í þýðingu Björns Þorleifssonar) er fyrir margra hluta sakir afar merkileg heimild um íslenskt mál síns tíma og íslenska málsögu. Í henni er að finna nokkur dæmi um þágufallshneigð, t.d.:

þeim langaði ekki til áts né drykkjar (Reyk II, 350);
og er þeir höfðu barið hann sem þeim lysti (Reyk II, 132);
svo að honum sakaði ekki (Reyk II, 134);
svo að honum vantar engan hlut (Reyk II, 42);
honum þraut aldreigi nokkurs hlutar andsvara (Reyk II, 171).

Þurfum vér frekar vitnanna við?

Jón G. Friðjónsson, 19.12.2015

Lesa grein í málfarsbanka

langur lo
[Málfræði]
[skilgreining] Bæði sérhljóð og samhljóð geta ýmist verið LÖNG eða stutt í íslensku.
[enska] long

langa
[Sjávarútvegsmál (pisces)] (fiskar¦v)
samheiti mjósi, skrokklanga, vatnaflekkur
[enska] ling,
[danska] lange,
[þýska] Leng,
[franska] lingue franche,
[latína] Molva molva,
[portúgalska] juliana

langa
[Sjávardýr]
samheiti skrokklanga
[þýska] Leng,
[norskt bókmál] lange,
[enska] European ling,
[danska] lange,
[franska] grande lingue,
[latína] Molva molva,
[spænska] maruca,
[færeyska] longa,
[portúgalska] donzela

langa
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (dýr)
[enska] ling

1 langa kv. ‘tiltekinn fiskur (molva vulgaris)’; sbr. fær. og nno. longa, longe, sæ. långa, d. lange, mlþ. lange. Leitt af lo. langur (s.þ.).


2 langa s. ‘þrá, girnast, lengja eftir’. Sjá langur.


langi k. (17. öld) ‘hluti meltingarfæra, botnlangi, ristill; langýsa’; sbr. fær. langi ‘ristill, blóðmörskeppur með ristilhúð utan um’. Leitt af lo. langur (s.þ.).


langur l. ‘(mikill) á lengd (bæði um rúm og tíma),…’; sbr. fær. langur, nno. og d. lang, sæ. lång, fe. og fhþ. lang (ne. long, nhþ. lang), gotn. laggs, lat. longus. Líkl. < *dlongho-, sk. gr. dolikhós, fsl. dlŭgŭ, rússn. dolgij, fi. dīrghá- (s.m.). E.t.v. leitt af ie. rót *del-, sbr. rússn. dlitь ‘hika, tefja tímann’, lith. del̃sti ‘slóra, dunda við e-ð’, sjá tálma og töldra. Af lo. langur er leitt no. langur k. og so. langa ‘þrá,…’, sbr. nno. langa, gd. lange, fe. langian, fhþ. langōn, langēn. Sjá lengd, lengi og lengja (1 og 2).