langtum fannst í 3 gagnasöfnum

langtum langtum betri

langtum atviksorð/atviksliður

áhersluorð með lýsingarorði eða atviksorði í miðstigi: miklu

þessi bók er langtum skemmtilegri en hin

þorpið er langtum fámennara en áður


Fara í orðabók

Ao. langtum (ms16 (OHR)) merkir ‘mjög miklu, miklum mun’, t.d.:

Vatn er langtum hollara en vín;
bóksölumenn gefa ætíð hver öðrum þá þokkabót [‘þann afslátt’], sem er langtum meiri en sú er þeir gefa nokkrum öðrum (Norðf II, 16 (1849));
*Ævitíminn eyðist, / unnið skyldi langtum meir. / Síst þeim lífið leiðist, / sem lýist, þar til út af deyr (Íslþús II 2, 182);
útfall langtum öðru vísi en flestir hugðu (f18 (JHBisk I, 396));
vera langtum stærri/betri en e-r.

Orðið er ekki að finna í orðsifjabókum en sú hugsun sem að baki liggur virðist koma fram í eftirfarandi dæmum:

hann hleypur að [svo] fram að fljótinu en fljótið var svo djúpt, að langt var um [< langt um (það) ‘langt of (það)’] ófært (ÍF XII, 233 (Nj, 92.k.));
Því að þessi veður eru langt um ófær (ÍF VII, 255 (Gr 80.k.));
Langt um ófært sýnist mér þér niður að fara (ÍF VII, 214 (Gr 65.k.)).

Jón G. Friðjónsson, 10.1.2015

Lesa grein í málfarsbanka