laukar fannst í 7 gagnasöfnum

laukur -inn lauks; laukar planta lauk(i); lauk|korn; lauk|súpa

laukur nafnorð karlkyn

ættkvísl innan liljuættar, til hennar heyra bæði matjurtir og skrautplöntur


Sjá 2 merkingar í orðabók

Laukur: þgf.et. lauk eða lauki.

Lesa grein í málfarsbanka

laukur
[Læknisfræði]
[latína] caliculus

laukar kk
[Matarorð úr jurtaríkinu]
[skilgreining] ættkvísl af samnefndri ætt með um 700 tegundir;
[skýring] ýmist tví- eða fjölærir; með hvít, gul, rauð eða rauðfjólublá blóm í sveipi. Sumir fjölga sér með æxlisknöppum. Bragð- og þefmiklar, rokgjarnar laukolíur eru í allri jurtinni. Fjölmargar tegundir og afbrigði eru ræktuð til matar eða sem krydd
[norskt bókmál] løk,
[ítalska] Allium,
[þýska] Allium,
[danska] løg,
[enska] Allium,
[finnska] laukat,
[franska] Allium,
[færeyska] leykur,
[latína] Allium,
[spænska] Allium,
[sænska] lök

matlaukur kk
[Matarorð úr jurtaríkinu]
samheiti hnattlaukur, kepalaukur, laukur, matarlaukur, sáðlaukur
[skilgreining] lauktegund af samnefndri ætt, líklega upprunninn í Mið-Asíu og Vestur-Asíu;
[skýring] tvíær, aðeins þekktur í ræktun; smáknippi eða geirar óregluleg að lögun en mynda saman hnöttóttan eða ögn flatvaxinn lauk allt að 10 cm í þvermál; ytri laukblöð himnukennd, stöngull holur, allt að 1 m á hæð og blóm hvítleit; ræktaður í mörgum afbrigðum sem krydd- og matjurt; greint er á milli afbrigða eftir lit. Af afbrigðum má nefna gulan lauk og rauðlauk.
[danska] løg,
[enska] onion,
[finnska] kepasipuli,
[franska] oignon,
[færeyska] leykur,
[latína] Allium cepa,
[spænska] cebolla,
[sænska] kepalök,
[ítalska] cipolla,
[þýska] Küchenzwiebel,
[norskt bókmál] løk

laukur k. ‘ættkvísl plantna af liljuætt (allium), jurt, skrautblóm; tegund jarðsprota með safaríkum forðablöðum; hið besta af e-u; fita í kjöti, (feit) para af fugli; siglutré’. Plöntumerkingin er upphafleg, önnur merkingartilbrigði afleidd. Sbr. fær. leykur, nno. lauk, sæ. lök, d. løg, fe. léac (ne. leek), fhþ. louh (nhþ. lauch). Nafngiftin á líkl. við grönn og sveigjanleg blöðin og orðið þá sk. gr. lýgos kv. ‘sveigjanleg grein’ og lith. lùgnas ‘liðugur, sveigjanlegur’. Um merkingarferli ísl. orðsins sbr. t.d. nno. lauk ‘sá besti í sínum hópi, það besta af e-u tagi’ og sæ. máll. lök ‘ungur og ókvæntur maður’. Sjá lok (3), lokkur, ljúka, lúka (3) og lykkja (1); laukur kemur fyrir sem forliður í lo. laukjafn ‘hnífjafn, fyllilega réttlátur’ og laukréttur ‘alveg réttur’.