leshömlun fannst í 2 gagnasöfnum

lesröskun kv
[Nýyrðadagbók]
samheiti lesblinda, leshömlun
[dæmi] „Hópurinn skilaði í október 1997 skýrslu sem ber heitið Sértæk lesröskun.“ Mbl 4/10/1998
„Sjón- og heyrnarskertir nemendur fá margþætta (og sjálfsagða) aðstoð við töku samræmdra prófa á meðan nemendur með duldar fatlanir á borð við sértæka námsörðugleika, leshömlun, athyglisbrest og ofvirkni eru látnir sigla sinn sjó.“ Mbl. 25/5/1996
[enska] dyslexia

leshömlun kv
[Menntunarfræði]
samheiti dyslexía, lestregða
[skilgreining] Sértækur námsörðugleiki af taugalíffræðilegum uppruna sem birtist í erfiðleikum með nákvæman, sjálfvirkan lestur og slakri færni í stafsetningu og umskráningu. Erfiðleikana má í flestum tilfellum rekja til vanda við úrvinnslu málhljóða sem er ekki í samræmi við aðra vitsmunalega hæfni einstaklingsins og er ótengd lestrarkennslu. Dyslexía getur leitt til erfiðleika með lesskilning og lítillar lestrarreynslu, sem aftur getur komið niður á þróun orðaforða og þekkingar.
[enska] dyslexia