leynt fannst í 6 gagnasöfnum

leyna leyndi, leynt

leyndur leynd; leynt leyndur galli STIGB -ari, -astur

leyna sagnorð

fallstjórn: (þolfall +) þágufall

fela (e-ð), dylja (e-ð)

hann gat ekki leynt áhyggjum sínum

hún leyndi því að hún væri barnshafandi

hann vildi ekki leyna hana sannleikanum lengur

leyna <vonbrigðum sínum> fyrir <honum>

það er augljóst

það leynir sér ekki

það er augljóst


Fara í orðabók

leyndur lýsingarorð

falinn, dulinn

leyndur galli á bílnum kom í ljós

fara leynt með <samband þeirra>

halda <vinskap þeirra> leyndum


Fara í orðabók

leynt atviksorð/atviksliður

á leynilegan hátt

hún fór leynt með fyrirætlanir sínar

leynt og ljóst

á áberandi hátt, án þess að reyna að fela það


Fara í orðabók

leyndur lo
halda <þessu> leyndu

Í Brennu-Njáls sögu (124. k.) segir frá því er Sæunn gamla að Bergþórshvoli klifaði allt sumarið um arfasátu nokkra sem hún taldi að notuð yrði er Njáll og Bergþóra yrðu brenndi inni. Njálssynir töldu hana gamalæra og viðbrögð Skarphéðins voru:

Skarpheðinn hló að og spurði hví hún amaðist við arfasátuna (ÍF XII, 320 (1330–1370)).

Hér er myndin amast við e-ð en í nútímamáli er jafnan sagt amast við e-u. Í Guðbrandsbiblíu eru dæmi um hvort tveggja:

Látið hana og svo [‘einnig’] safna saman meðal byndininna [‘bindinanna’] og amist ekki við hana (Rut 2, 15 (GÞ));
og mun eg saman lesi [þ.e. lesa] öxin eftir þeim sem að [svo] ekki amast við mér (Rut 2, 2 (GÞ)),

sbr. einnig dæmi úr fornu máli:

eg þykkjumst hér lítt þurfa að amast við aðra menn (ÍF XII, 213);

Breytingin amast við e-ð > amast við e-u er skiljanleg að því leyti að fs. við með þgf. er algeng í merkingunni ‘gegn, á móti’ (gera e-ð við e-u; svar við e-u; drepa hendi við e-u/e-m o.fl.) en einnig getur við tekið með sér þolfall í ekki ósvipaðri merkingu, t.d. með vísun til gagnvirkra tengsla (deila/rífast við e-n; glíma við e-n o.fl.).

Orðasambandið abbast upp á e-n ‘kássast upp á e-n’ kemur fyrir í Skipum heiðríkjunnar eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu HKL:

Þá má mikið vera, ef þeir þora að abbast upp á þig (GGRit I, 45).

Nánast sama orðasamband í svipaðri merkingu er að finna í Brennu-Njáls sögu (124. k.) sem lesbrigði úr öðru handriti (Reykjabók) frá svipuðum tíma:

Skarpheðinn hló að og spurði hví hún abbaðist upp á arfasátuna (ÍF XII, 320 (R) (1300–1325)).

Gunnlaugur Ingólfsson hefur bent mér á að Halldór Laxness hafi gefið út Njálu (1945) og notað þá útgáfu Finns Jónssonar (1908) þar sem Reykjabók er lögð til grundvallar. Enn fremur þýddi HKL Skip heiðríkjunnar (1941). Í ljósi þessa má telja líklegt að HKL hafi vísvitandi notað orðasambandið abbast upp á e-n í þýðingunni sem hann hafi þekkt það úr Njáluútgáfu sinni eða úr útgáfu Finns Jónssonar á Njálu (1908). – Svipað orðafar er einnig kunnugt í fornu máli:

sumir abbast við það aðeins, er þeir verða ávítaðir of glæpi sína (f13 (Pst 202));
abbaðist mjög við svein hans (Mork 391).

Eins og sjá má er myndin hér abbast við e-n rétt eins og elstu myndir með amast voru amast við e-n, sbr. dæmin fremst í pistlinum.

Til gamans skal hér tilgreint dæmi úr Manni og konu sem gæti minnt á orðasambandið abbast upp á e-n en er þó trúlega óskylt:

ég kássast upp á einkis manns jússu, lagsi (JThSk II, 241).

Þess skal að lokum getið að breytingin á > upp á er kunn frá 14. öld (líta/sjá á > líta/sjá upp á) en á 16. öld hleypur mikill vöxtur í breytingar af þessum toga.

****

Forsetningarsambandið leyna e-u fyrir e-m er hundgamalt í íslensku en hliðstæðan leyna e-u frá e-m er hins vegar barnung, sbr.:

margt bendir til þess að ráðherra hafi verið að leyna gögnum frá nefndinni (Rúv 27.4.18);
hafi svikið undan skatti en falið fé sitt frá augum skattyfirvalda (Frbl. 20. 2.09).

Hér mun vera á ferðinni orðrétt þýðing úr ensku (e. hide from) og gætir slíkra ‘þýðinga’ víða, sbr.:

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum (Frbl 20.4.18, 2).
Beinar eða hráar enskuslettur geta vart talist til fyrirmyndar en enn verri þykja mér þó erlend áhrif sem laumast (ef svo má segja) inn í málið í íslenskum búningi.

Jón G. Friðjónsson, 13.7.2018

Lesa grein í málfarsbanka

dulinn
[Læknisfræði]
samheiti hulinn, leyndur
[enska] latent

leyna s. ‘dylja, fela’; sbr. fær. loyna, nno. løyna, sæ. löna, d. løne, fe. líegnan, fhþ. louganen og gotn. laugnjan. Sjá laun (2). Af sama toga eru leyni h. ‘felur, felustaður’, sbr. fær. loyni- og nno. løyne, og leynd kv. ‘launung, dul’, sbr. fær. loynd, nno. løynd, fsæ. löndi; < *lau(g)nidō, og leynir k. og leyningur k. ‘leyni, lægð, hvarf’. Sjá laun (2), ljóna og ljúga.