ljóst fannst í 7 gagnasöfnum

ljós Lýsingarorð

ljóst Atviksorð, stigbreytt

ljósta Sagnorð, þátíð laust

ljós 1 -ið ljóss; ljós koma í ljós; ljós|skíma; ljósa|rofi

ljós 2 ljós; ljóst ljós á litinn; það er deginum ljósara STIGB -ari, -astur

ljósta laust, lustum, lostið þótt eldingu ljósti/lysti niður; liðið laust upp herópi

ljós lýsingarorð

með miklu hvítu í eða mikilli birtu

húsið er málað í ljósum lit


Sjá 2 merkingar í orðabók

ljós nafnorð hvorugkyn

birta, ljómi

það logar ljós

slökkva ljósið

kveikja ljósið


Sjá 2 merkingar í orðabók

ljóst atviksorð/atviksliður

ljóst og leynt

á áberandi hátt, án þess að reyna að fela það


Fara í orðabók

ljósta sagnorð

hæfa (e-ð)

eldingu laust niður í stóra tréð

lausn gátunnar lýstur skyndilega niður í hana


Sjá 4 merkingar í orðabók

ljós no hvk
ljós lo (bjartur)
ljós lo (ljósleitur, bjartleitur)
ljós lo (skýr, greinilegur)
láta skoðanir sínar í ljósi umbúðalaust
láta <þetta> í ljósi
láta í ljósi <ánægju, óánægju>
láta í ljósi kvíðboga fyrir <þessu>
sitja <honum, henni> í ljósi
Sjá 17 orðasambönd á Íslensku orðaneti

ljóst lo hvk
ljóst ao
leynt og ljóst

Talað er um að varpa ljósi á eitthvað og þá helst nýju ljósi, e.t.v. líka betra eða skærara ljósi.

Lesa grein í málfarsbanka


Það er jafngilt að segja láta í ljós og láta í ljósi.

Lesa grein í málfarsbanka


Sagt er: einhverjum er eitthvað ljóst. Mér er þetta ljóst. Fólki er ljós ábyrgðin. Fólki eru ljósar skyldurnar.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin ljósta getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Eldingu laust niður í tréð. Hugmyndum lýstur stöðugt niður í hana. Sögnin getur líka verið persónuleg. Hún laust hann kinnhest.

Lesa grein í málfarsbanka


Ljós (sem náttúrulegt eða eðlisfræðilegt fyrirbrigði) er andstæða myrkurs og í myndmáli (óbeinni merkingu) vísar það til jákvæðra (bjartra) fyrirbrigða. Í biblíumáli er Guð sjálfur ljós og ljós er tákn lífs og gleði, sannleika og réttlætis svo að nokkuð sé nefnt. Í ýmsum orðasamböndum vísar ljós til dagsbirtu, t.d. e-ð kemur í ljós og láta e-ð í ljós/ljósi en hvor tveggja orðasamböndin eru forn. Í fyrra tilvikinu er augljóslega vísað til hreyfingar og því kemur einungis styttri myndin í ljós til greina en síðara dæmið má skilja tvennum skilningi:

láta e-ð [koma] í ljós (hreyfing) og
láta e-ð [vera] í ljósi (dvöl, kyrrstaða).

Hér er ekki svigrúm til að rekja þróunina eins og vert væri en til yfirlits má segja að styttri myndin láta e-ð í ljós er einhöfð í elsta máli fram á síðari hluta 14. aldar, hún er nokkuð algeng á 16. öld og fram á 19. öld og mun algengust í nútímamáli. Elsta dæmi um lengri myndina láta e-ð í ljósi er frá síðari hluta 14. aldar (Flateyjarbók) og sú mynd er mjög algeng fram á 19. öld en fremur sjaldhöfð á 20. öld. Hér er á ferð dæmi um breytilega fallstjórn sem virðist endurspegla mismunandi skilning. Sá sem þetta ritar hefur vanist styttri myndinni (láta e-ð í ljós) en telur hæpið að telja aðra myndina betri en hina, fjölbreytileikinn sýnir sveigjanleika tungunnar og hann fær stoð af traustum dæmum.

Dæmi um breytilega fallstjórn eru auðfundin í sögu íslenskrar tungu en hér skal einungis vikið að einu dæmi úr nútímanum. Nafnorðið tollur kemur m.a. fyrir í þrenns konar samböndum:

tollur á e-ð [hreyfing, hvert →] – tollur á e-u [dvöl, hvar ☐] – tollur af e-u [hreyfing, hvaðan ➘]

Í nútímamáli virðist málskilningur nokkuð á reiki og kemur það fram í breytilegri fallmörkun, sbr. eftirfarandi dæmi:

A. tollur á e-ð:
Tollalækkun á matvæli mun fækka starfsfólki í greininni (22.10.2015, 10);
áhrif þess að lækka stórlega tolla [sem lagðir eru] á matvæli (22.10.2015, 10);
Ef tollar yrðu aflagðir á kjúkling og svín yrði greinin annaðhvort að hagræða hjá sér eða keppa á gæðum og bjóða betri vöru (22.10.2015, 10);
krefjast lægri tolla á innflutta matvöru (9.7.06);
Það er hægt að lækka tolla á innflutt matvæli (25.7.07).

B. tollur á e-u:
Fyrir því eru færð gild rök í skýrslu starfshóps sem lagði til afnám tolla á [af] öðrum vörum en matvælum (22.10.2015, 10);
Háværar raddir krefjast lækkunar á tollum á landbúnaðarvörum (9.7.06);
taka höndum saman um lækkun tolla á kjöti, mjólkurvörum, ostum, smjöri og ... (9.7.06);
innflutningstollar á matvælum verði felldir niður (25.9.06);
og 40% lækkun tolla verður á ýmsum kjötvörum (5.2.07);
afnema allan toll á ull og [fullunninni] ullarvöru (Fróði 1.1.1912, 209);
hækka toll á öli (Þjv.u. 2.2.1889, 41);
afnema toll á [svo] lyfjavörum (Fjallk 28.11.1889, 138).

C. tollur af e-u:
borga/gjalda/taka toll af innfluttri vöru;
afnema tolla á [af] landbúnaðarvörum (8.9.11);
Félag atvinnurekenda fagnar hins vegar afnámi tolla á fatnað og skó [af fatnaði og skóm] (10.9.15, 8);
stærstu breytingarnar á skattkerfinu 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað [af fatnaði og skóm] og skó (10.9.15, 8);
ekki skuldbundnir til að afnema toll af þeim (Tíminn 19.1.1988, 2);
farið fram á niðurfellingu tolla af þeim (Tíminn 19.1.1988, 2);
afnema toll á salti og sömuleiðis af þeim vörutegundum ... (Ægir 1.3.1922, 26);
afnema sem fyrst tolla af nauðsynjavörum (Skutull 13.1.1928, 3);
Hvernig afnema má tolla af nauðsynjavörum (Verkam 11.6.1931, 1);
afnema útflutningsgjald af saltfiski (Ægir 5.árg. 1912, 75).

Sá sem þetta ritar kýs fremur þgf. (B-dæmin) en þf. (A-dæmin) og að teknu tilliti til fleiri dæma af þessum toga virðist pistilhöfundi sem nokkurs þgf.-ótta gæti í nútímamáli, þ.e. þf. sækir á. Þetta á ekki einungis við um dæmi með stofnorðinu tollur heldur ýmsar hliðstæður, t.d. með stofnorðunum álag og gjald, en dæmi um það verða ekki rakin hér.

Af C-dæmunum má sjá að nokkurrar óvissu gætir um notkun fs. af og á með so. afnema. – Svipuð óvissa kemur fram með sögninni fella niður en þar má greina þrjú munstur:

(1) fella niður toll af e-u;
(2) fella niður toll [sem hefur verið lagður á e-ð] á e-ð;
(3) fella niður toll [sem er/hvílir á e-u] á e-u.

Undirrituðum finnst kostur (2) naumast koma til álita, álítur kost (1) ákjósanlegastan en kost (3) góðan, telur reyndar að kostir (1) og (3) sýni mismunandi málskilning. Til að skera úr um atriði sem þessi er nauðsynlegt að skoða mörg traust dæmi en það hefur undirritaður ekki gert með fullnægjandi hætti. Til gamans skal þó teflt fram nokkrum dæmum sem fengin eru af vefnum tímarit.is:

1. fella niður toll af e-u:

fella niður tolla af afruglurum (DV 15.12.1986, 3);
fella niður tolla af lyfjum; fella niður tolla af vörum sem ... (DV 1.7.1983, 1);
fella niður tolla og söluskatt af efnum og vélum til ... (Búnrit 1.1.1974, 196);
fella niður tolla af iðnaðarvélum (Fr.versl 1.2.1970, 7);
fella niður tolla af kornvörutegundum (Réttur 1.1.1941, 126).

2. fella niður toll á e-ð:

fella niður innflutningshöft og tolla á sjálfsagðar neysluvörur (Frbl 29.3.2003, 5); (Mbl 30.3.2003, 13).

3. fella niður toll á e-u:

fella niður tolla á mjólkur- og kjötvörum (DV 23.7.2007, 2);
fella niður tolla á öryggisbúnaði (Fr.versl 1.7.1995, 145);
fella niður tolla með öllu á hráefni og vélum (Alþbl 29.8.1987, 7);
fella niður alla tolla á hráefni og iðnaðarvörum (Þjv 18.2.1968, 5);
fella niður tolla á vörum sem ... (Tíminn 22.11.1969, 4);
fella niður tolla á þeim vörum (Þjv 28.1.1944, 1);

Til að vinast Belgíumönnum aftur á móti settu Frakkar niður tollinn á ýmsum kaupeyri (Skírn 1845, 127 (JSig));
til að lækka skatta og álögur og tolla á aðfluttum varningi (Skírn 1850, 32 (JSig)).

Jón G. Friðjonsson, 28.1.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Beyging sagnorðsins ljósta er tvenns konar. Annars vegar getur beygingin verið sterk: ljósta, laust, lustum, lostið (fornt mál o.áfr.), og hins vegar getur hún verið veik: ljósta, ljóstaði, ljóstað (s16). Frá miðri 18. öld (Nucl 349, 413) er kunn veika sögnin ljóstra, ljóstraði, ljóstrað, í merkingunni ‘ljósta’. Allar þrjár myndirnar eru notaðar í svipaðri merkingu og með svipuðum hætti í sumum samböndum, t.d. með ao. upp. Það er því ómaksins vert að sýna nokkur dæmi ef það mætti verða til þess að skýra myndina:

ljósta [sb.] e-u upp:
En þó reyndu vondar tungur óvina þinna á eftir að ljósta því upp að eg hefði farið að ráðum hins vonda ... (s19 (Draupn III, 42));
hún gæti lostið upp laglegri sögu um mig (Austri 1893 59 (OHR));
Skal eg þá ljósta þeim kvitt upp að Gunnar muni eigi hafa svo búið við þig (ÍF XII, 174).

ljósta [vb.] e-u upp ‘gera e-ð uppskátt’:
skæðar tungur ljóstuðu því upp (m19 (ÞjóðsJÁ I, 642));
það mundi baka okkur óvild svo sem hefðum við ljóstað upp lognum óhróðri (m19 (Fjöln IV 1, 5));
Þegar einhver ljóstar upp óhróðri um náungann, þá taka menn í þann strenginn (f18 (Víd 569));
orðið fæðir af sér grunsemina, grunsemin ljóstar upp ryktinu, ryktið kveikir almannaróm (f18 (Sjö 109));
en upp tíndar og ljóstaðar allar aðrar sakir (Morð 65 (1595)).

ljóstra e-u upp:
ljóstra upp leyndarmáli;
þá gerði hann hinum þann grikk að ljóstra þessu upp (f20 (HÞor 264));
ljóstra upp um e-n/e-ð;
[hann] átti til að ljóstra upp um efni sem voru á fárra vitorði (SAMJak 171).

Það vekur grunsemdir að hér að ofan eru elstu dæmi sem tilgreind eru um ljóstra upp frá 20. öld. Orðasambandið hlýtur að vera eldra, sbr.: að uppljóstra honum ei (s18 (JStÆv 292)) og uppljóstran (kvk.) (Alþ IX, 342 (1705)). 

***

Fs. til og frá vísa oft til hreyfingar eða stefnu eins og margar aðrar forsetningar (á – af; í – úr) en í íslensku vísa þær sérstaklega til sérnafna (til Akureyrar, frá Akureyri) og persóna (Bréf frá vini til vinar). Notkun fs. frá er að þessu leyti nokkuð frábrugðin notkun samsvarandi forsetninga í ýmsum grannmála okkar, t.d. dönsku, ensku, norsku og sænsku. Sem dæmi má taka að from í ensku (d. fra) samsvarar hvergi nærri alltaf frá í íslensku. Af þessu leiðir að fs. frá sækir nokkuð á fyrir áhrif frá ensku. Slík dæmi eru auðfundin, t.d.:

brak frá [‘úr’] flugvélinni [e. wreckage from] dreifðist víða;
friðhelgi þeirra [ríkja] frá [‘fyrir’] afskiptum annarra;
geti átt rétt á alþjóðlegri vernd frá [‘fyrir’] ofríki eigin ríkisvalds;
verja viðkomandi samfélög frá [e. protect from] áhrifum kapítalisma og frjálsra viðskipta; Júgóslavía skar sig að þessu leyti gersamlega frá [e. separate from] öðrum ríkjum;
Sólarvörn sem verndar fatnað frá gulum blettum (6.5.2017);
við getum lært ýmislegt frá [e. learn sth. from sbd.] nágrannaþjóðum okkar (18.3.17).

Ekki er ég sérfróður um ensku en þó þykist ég sjá hatta fyrir enskunni. Til öryggis skoðaði ég enskar samsvaranir í: Oxford Dictionary of Current Idiomatic English. Volume 1: Verbs with Prepositions and Particles. 8. útg 1985.

Eftirfarandi dæmi er trúlega af sama meiði:

egg frá [‘úr’] lausagönguhænum.

Mér finnist eðlilegt að tala um egg frá tilteknu fyrirtæki (t.d. frá Brúneggjum) en fráleitt að tala um egg frá hænu.

Jón G. Friðjónsson, 5.8.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Í bréfi til alþingismanna árið 1663 baðst Árni lögmaður Oddsson undan því að gegna áfram starfi sínu. Hann bar við heilsubresti og ritaði með eftirminnilegum hætti:
 
Svo sem fuglinn flýgur ekki vel, þá hann missir fjaðranna, einn hestur þreytist undir of þungri byrði, svo hann neyðist til að leggjast, skipið siglir ei án byrjar, eldurinn logar ei þá eldsneytið þrýtur, og allir eldar náttúrlegir brenna út um síðir, og allt hold slitnar sem klæði, því vil eg meðkenna [‘viðurkenna’] minn vanmátt enn nú að nýju [sama erindi hafði hann borið upp 1662] og engan góðan mann á tálar draga (Alþ VII, 4 (1663)).

Allt mun þetta vera tímalaust í þeim skilningi að flest á það enn við. Síðar í sama bréfi segir hann:

En sá sem ekki minnist hvað sér alkunnugur maður heitir – eg vil ekki tala um fleiri náttúrunnar bresti, sérhver getur sjálfum sér næst. Heimsins ósómi og veraldarinnar villuveltur veikja þá, sem ístöðulitlir eru, og þá, sem í barndóm eru aftur komnir. (Alþ VII, 5 (1663)).

Sjálfur kannast ég vel við að muna ekki hvað ýmsir heita og ég er meira að segja farinn að rugla saman nöfnum á barnabörnum mínum en það er aukaatriði í þessu samhengi. Mér finnst hins vegar áhugavert að í tilvitnuninni leynist málsháttur sem mér hefur skotist yfir (eins og margt annað):

Sérhver getur sjálfum sér næst ‘sérhver fer næst um eigin líðan; allir þekkja best eigin líðan’.

***

Í ensku er kunnugt orðasambandið [see the] light at the end of the tunnel með vísun til þess að sjá megi merki um batnandi horfur eftir erfiðleika (‘something that shows you are nearly at the end of a difficult time or situation’ (AdvOxf 744)). Það mun vera frá 19. öld en naumast algengt fyrr en eftir miðja 20. öld og vísar það vafalaust til járnbrautarlestarganga. Bein þýðing á íslensku gæti verið: sjá ljósið fyrir enda ganganna. Þá mynd hef ég þó hvergi rekist á heldur aðrar myndir:

Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna (St2 18.7.18);
Það er ljós við enda ganganna (Frbl 12.5.18, 112);
Ljós í gangaendanum (Frbl 7.7.18, 12);
það er þó ljós við enda ganganna (Sýn 16.6.06);
Sjá ljós við enda ganganna (Mbl. 8.5.09);
þegar Bush-stjórnin þóttist enn og aftur sjá ljós við enda ganganna (Frbl. 13.5.09);
Það er ljós við enda gangsins [svo!] (Frbl. 23.9.09);
en nú þegar ég sé ljósið við endann á göngunum, verð ég bara að leita að því, þó enginn trúi mér og enginn treysti mér (EMGRiml 182);
Um fjörutíu til fimmtíu starfsmenn vinna þessa dagana hörðum höndum í því skyni að Norðlendingar sjái ljósið við enda ganganna áður en yfir lýkur (Akureyri 31.10.2013, 1).

Mér virðist greinilegur munur á fs.-samb. við enda ganganna og fyrir enda ganganna. Í báðum tilvikum er merkingin staðarleg en við merkir í þessu samhengi ‘nálægt, hjá’ en það sem er fyrir enda ganganna fyllir út í þau, ljósið skín inn í þau, sbr. Fyrir endanum á ganginum er stór gluggi. Þessi munur er kerfislægur, hluti af merkingarkerfi forsetninga. – Ég býst reyndar við að það sé tilgangslaust að benda á þennan mun, málnotendur hljóta að ráða en ég get ekki stillt mig um að benda á þetta því að ég hef látið myndina með við trufla mig alllengi.

Jón G. Friðjónsson, 10.8.2018

Lesa grein í málfarsbanka

ljós
[Eðlisfræði]
[enska] light

ljós
[Læknisfræði]
[skilgreining] Rafsegulgeislun sem veldur sjónskynjun þegar geislarnir lenda á sjónu.
[enska] light

ljós hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] hin sýnilega rafsegulgeislun, frá útfjólubláum til innrauðra geisla
[enska] light

ljós
[Raftækniorðasafn]
[sænska] ljus,
[þýska] Licht,
[enska] light

1 ljós h. ‘birta, skin; logi, birtugjafi,…’; sbr. fær. ljós, nno. ljos, sæ. ljus, d. lys (s.m.); < *leuhsa-, ummyndað úr fornum es-/os-st., germ. *leuhas-, sbr. fi. rocíṣ- ‘ljós’. Í vgerm. virðast no. af þessari gerð hafa týnst, en afleidd so. eins og fe. líexan og lo. eins og fhþ. liehsen ‘bjartur’ bera vitni um tilvist þeirra á eldra málstigi. Sbr. ennfremur gr. lýkhnos (< *luksnos) ‘skriðljós’, lat. lūna (< *louksnā) ‘tungl’, fprússn. lauxnos (ft.) ‘stjörnur’. Sjá ljómi, ljón (2), ljóri (1), ljós (2) og lýsa (2) og lýsi (1).


2 ljós, †ljóss l. ‘bjartur, hvít- eða ljósleitur, greinilegur, skýr’; sbr. fær. ljósur, nno. ljos, sæ. ljus og d. lys ‘bjartur, ljósleitur’, sbr. fi. rukṣá- ‘skínandi, bjartur’. (Lo. er leitt af no., es-/os-st. *leukos-, *leukes-, með venjulegri a-st. (ie. o-st.) endingu *leuksos). Sjá ljós (1). Af ljós l. er leidd so. ljósa ‘birta, skýra’.


ljósta (st.)s. ‘slá, berja; hæfa, hitta’; l. upp ópi ‘æpa’, l. upp ‘gera uppskátt’; sbr. nno. ljostra ‘stinga (fisk)’. Líkl. sk. losa og laus, so. mynduð með t-viðsk. af *leus- og upphafl. merk. e.t.v. ‘slá e-ð svo það losni eða sundrist’. Sjá ljóstra, ljóstur, lost og lysta.