loða fannst í 5 gagnasöfnum

loða so_alm

loða Sagnorð, þátíð loddi

loði Karlkynsnafnorð

loða loddi, loðað það loðir við

loða sagnorð

hafa viðloðun, vera hálffast við (e-ð)

heyið loddi við fötin mín

slæmt orðspor loðir enn við ættina


Fara í orðabók

Merking orðatiltækisins vera loðinn um lófana (m19) er fullljós en ekki er jafn ljóst hvað þar liggur að baki. Málshátturinn Hönd hins ríka er loðin í lófanum kann að gefa nokkra vísbendingu. Væntanlega dettur engum í huga að loðinn vísi þar til hára í lófa enda stangaðist það á við almenna vitneskju. Þar sem lo. loðinn er leitt af sögninni loða (loddi-loðað) má ætla að merking mh. sé ‘við hönd hins auðuga loðir ávallt e-ð (vinnusaur, slor, fé (þess vegna er hann ríkur))’, sbr. mh.:

Auðs aflar iðin hönd;
Hönd hins iðna hefur bæði brauð og skjól;
Iðin hönd gerir auðugan.

Svipaða hugsun er að finna í frönsku:

avoir beaucoup de blé [a la main]‘eiga mikið af korni/(mjöli)’ > ‘vera ríkur/vel stæður’.

Ekki eru efni til að ætla að bein tengsl séu á milli frönsku og íslensku hvað þetta varðar, fremur er um að ræða hliðstæðu, en þetta þyrfti að kanna nánar.

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka

loða s. ‘hanga fast við, vera límdur við, lafa við’; sbr. fær. loða, nno. loda, sæ. låda, sæ. máll. lo, hjaltl. lu (s.m.). Líkl. úr germ. *luþēn, af germ. rót *lū̆þ- ‘lafa, hanga, vera slakur’, sbr. svissn. lodelen, lottelen ‘dingla, lafa’ og fsax. lotho ‘yfirhöfn úr grófu klæði’ (sbr. físl. loði), fe. lȳðre ‘vesall’, fhþ. lotar ‘laus, gagnslítill, léttúðugur’, mlþ. loi(e) ‘latur’ (< *luðja-). Sjá lodda (2 og 3), loddari, loddi (2), luðra, lydda og lyðja.


1 loði k. † ‘yfirhöfn, kufl, feldur’; líkl. sk. loða s. ‘hanga fast við, lafa’, sbr. fe. loða ‘yfirhöfn úr grófu efni’, mhþ. lode, fhþ. ludo, lodo (nhþ. loden) ‘gróft ullarefni; kápa úr grófu efni’. Bæði fe. og þ. orðmyndirnar benda til upphafl. germ. þ í orðstofninum, svo að skyldleiki við lo. loðinn (< germ. *luð-, ie. *leudh-) kemur vart til greina, enda þótt merkingaráhrif frá þeirri orðsift láti til sín taka. Sjá loða, lodda (2 og 3), loddi (2) og lydda.


2 loði k. (19. öld) ‘kafi, skýjað loft, regnlegur himinn; sauður’; sbr. nno. lode k. ‘loðna, hár’, nylode k. ‘há’; sbr. fhþ. sumarlota ‘gras sem vex að sumrinu’. Sjá loð, loðinn (1), loðgun og loðna (1).