málrýrnun fannst í 1 gagnasafni

málrýrnun kv
[Málfræði]
[skilgreining] Þegar tiltekið mállegt fyrirbæri fer að veiklast, og hverfur jafnvel, kallast það MÁLRÝRNUN.
[dæmi] Í íslensku hafa ýmsar beygingar rýrnað og horfið að mestu leyti. Þeirra má þó enn sjá stað í föstum orðtökum, t.d. „að koma einhverjum í opna skjöldu“ þar sem skjöldu er forn beygingarmynd af orðinu skjöldur og væri í nútímamáli skildi. Annað dæmi er að „hverfa eins og dögg fyrir sólu“ þar sem þágufallsmyndin sólu er löngu horfin úr málinu og er nú aðeins sól.
[enska] linguistic atrophy