móti fannst í 7 gagnasöfnum

mót Hvorugkynsnafnorð

móta Sagnorð, þátíð mótaði

mót 1 -ið móts; mót með ýmsu móti; taka á móti; koma til móts við kröfurnar; móts|hald

mót 2 mót vilja mínum

móta mótaði, mótað

móti glugginn vissi móti norðri; taka vel á móti (gestum)

mót nafnorð hvorugkyn fleirtala

staður þar sem e-ð tvennt eða fleira mætist, í tíma eða rúmi

skólinn er á mótum þriggja þjóðvega


Fara í orðabók

mót nafnorð hvorugkyn

samkoma fólks á tilteknum stað af tilteknu tilefni

mót hestamanna

koma til móts við <kröfur hans>

þau ákveða að hittast

mæta, verða við kröfum hans

<þau> mæla sér mót

þau ákveða að hittast

mæta, verða við kröfum hans


Fara í orðabók

mót nafnorð hvorugkyn

form, t.d. fyrir kökur

vera steyptur í sama mót og <allir aðrir>

vera sömu gerðar og hinir

fjárútlátin eru meiri en vanalega

veðrið er betra en oft áður

geta alls ekki lesið þetta

<eyðslan> er með <meira> móti

vera sömu gerðar og hinir

fjárútlátin eru meiri en vanalega

veðrið er betra en oft áður

geta alls ekki lesið þetta

<veðrið> er með <besta> móti

vera sömu gerðar og hinir

fjárútlátin eru meiri en vanalega

veðrið er betra en oft áður

geta alls ekki lesið þetta

<geta> með engu móti <lesið þetta>

vera sömu gerðar og hinir

fjárútlátin eru meiri en vanalega

veðrið er betra en oft áður

geta alls ekki lesið þetta

<geta þetta ekki> með góðu móti

vera sömu gerðar og hinir

fjárútlátin eru meiri en vanalega

veðrið er betra en oft áður

geta alls ekki lesið þetta


Fara í orðabók

móta sagnorð

fallstjórn: þolfall

forma (e-ð), gera líkan (að e-u)

hann á að móta nýja stefnu í fyrirtækinu

kastalinn er mótaður úr sandi

það mótar fyrir <húsinu>

það grillir í ..., húsið er rétt sýnilegt


Fara í orðabók

móti forsetning
Fara í orðabók

mót no hvk flt (samskeyti)
mót no hvk (samkoma)
mót no hvk (form)

Orðið gatnamót er fleirtöluorð í hvorugkyni. Ein, tvenn, þrenn, fern gatnamót. Þau virtu ekki stöðvunarskyldu við þrenn gatnamót.

Lesa grein í málfarsbanka


Nafnorðið mót (hk.) er býsna flókið að merkingu, bein merking getur m.a. verið ‘fundarstaður, fundur, samkoma’. Í fjölmörgum samböndum hefur mót hins vegar glatað eigin merkingu og fengið í stað hennar það sem kalla má hlutverksmerkingu. Sem dæmi má nefna þróun orðasambandsins til móts við ‘til fundar við’ sem breytist fyrst í móts við en getur síðan fengið myndina á móts við í báðum tilvikum í breyttri merkingu.
 
Annað dæmi um breytta merkingu no. móts er orðasambandið aftur á/(í) móti/(mót). Það er ekki kunnugt í fornu máli en kemur fyrir í ungum afritum í merkingunni ‘í staðinn’:

en Sörli fekk hans systur aftur í móti (FN III, 228);
en hann hét henni afarkostum aftur í mót (FN II, 40);
taka hundraðfalt aftur í mót (Mar 1049).

Svipuð merking er einnig algeng í síðari alda máli, t.d.:

Ég gat reglulega kennt í brjóst um sjálfa mig þegar hann unni mér ekki aftur á móti (m19 (Fjöln I, 156));
til þess að þóknast þeim og ná aftur í móti ýmsum hagsmunum fyrir sig og ættmenn sína (m19 (PMMið 181)).

Elstu dæmi úr síðari alda máli eru frá 17. öld og þar virðist merkingin vera ‘hins vegar’:

Þórður skal aftur á mót henni tryggð og hollustu ... auðsýna (Safn XII, 243 (1669));
Hann aftur á mót skal í lærdómi og lifnaði við alla skikkanlega og skynsamlega umgangast (Safn XII, 243 (1669));
*En þér til heiðurs aftur á mót (m17 (HPPass XIV, 25));
En þar aftur á móti verður hann [eldurinn] sá allra skaðsamlegasti (s18 (JS 339));
í því aftur á mót, sem þeir neita sé til orðið af tilviljun (s19 (TBókm XIX, 7)).

Orðasambandið þvert á móti (e-u) á sér samsvaranir í fornu máli og þar virðist merking vera bein:

var það og þvert í móti mínum vilja að hann var hingað boðinn (s15 (ÍF XIII, 154));
En eg vil ekki ganga með því máli, ef það er þvert mót þínu skapi (Flat II, 159);
nú þvers í móti (Hsb 179 (1302–1310)).

Elsta dæmi úr síðari alda máli er frá 16. öld:
bífalar [‘skipar’] þar þó þvert í móti (Alþ I, 289 (1574));
Hér þvert á móti gjöra menn að þeir bæði dýrka þau [skurgoð] og vegsama (DI XI, 531 (1547)).

Hér virðist merkingin vera óbein og ber notkunin keim af dönsku (tværtimod), sbr. einnig:
 
þvert á móti er eins og alveg hafi slegið í baksegl undir eins og stjórnarskráin var gefin með þjóðhátíðinni (m19 (BGröndRit IV, 419)); 
enginn skaði ... sannaður ... heldur þvert á móti (Ldsyrd I, 308 (1809)).

***

Á þessum vettvangi hefur verið vikið nafnorðastílnum svo kallaða, tilhneigingu til að ofnota nafnorð eða búa til ‘ný’ samsett nafnorð. Dæmi um þetta blasa víða við. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun gat t.d. að líta þriggja dálka fyrirsögn:

Efla þarf skaðaminnkun (Mbl 5.1.17, 1).

Í meginmáli mátti lesa að um var að ræða það sem kallað var skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, einnig kom fram að brýnt væri að þjónusta þennan hóp út frá skaðaminnkun og enn fremur: Þarf að efla skaðaminnkunarþjónustu verulega (Mbl 5.1.18, 14). – Ekki er öll vitleysan eins, þá væri ekkert gaman að henni.

***

Í Ceciliu sögu meyjar má lesa skemmtilegar vangaveltur um ‘heimsins mekt’:

Allt veldi manna er sem belgur blásinn sá [er] þegar slaknar og visnar (Heil I, 291 (1500));
Allt veldi manna er sem vindböllur [‘blaðra’] sé blásinn er svo sýnist sem fullur sé og þrútinn en hann visnar allur þótt einni nálu sé stungið á honum (Heil I, 291 (1500)).

Jón G. Friðjónsson, 5.1.2018

Lesa grein í málfarsbanka

móta
[Eðlisfræði]
[enska] modulate

samskeyti
[Eðlisfræði]
samheiti mót
[enska] junction

móta
[Endurskoðun]
[enska] forge

móta
[Flugorð]
[skilgreining] Breyta sveifluvídd burðarbylgju eftir annarri bylgju eða öðru rafsegulmerki.
[enska] modulate

mót
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] appointment

mót
[Læknisfræði]
[skilgreining] Sá hluti vefjar sem líffæri er fest í.
[latína] matrix

forma
[Læknisfræði]
samheiti móta
[enska] mold

mót
[Læknisfræði]
[enska] impression

mót
[Læknisfræði]
[enska] template

mót
[Læknisfræði]
[skilgreining] Það sem gefur lögun.
[enska] mold

mót
[Læknisfræði]
[enska] commissure,
[latína] commissura

mót
[Málmiðnaður]
samheiti afsteypa
[sænska] avtryck,
[enska] impression,
[þýska] Abdruck

mót
[Málmiðnaður]
samheiti draglöð, pressumót, sláttarmót, snittbakki
[enska] die,
[sænska] dyna,
[þýska] Matrize

mót
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (töl)
[enska] style

mót
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] mould

móti
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
samheiti á móti
[enska] counter

reglubinda so
[Stjórnmálafræði]
samheiti koma fastri mynd á, móta
[enska] formalize

mót hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] orðasamband, sem gefur tilteknu orði merkingu
[enska] matrix

mót hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] sálræn skilyrði, sem leiða til sérstakrar þróunar
[enska] matrix

mót hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] það sem gefur lögun því sem það umlykur
[enska] matrix

mót
[Verkefnastjórnun]
[enska] node

áfangi
[Verkefnastjórnun]
samheiti mót
[enska] event

mót
[Erfðafræði]
[enska] template

móta
[Lyfjafræði - lyfjastofnun]
samheiti tempra
[enska] modulate

samkoma kv
[Upplýsingafræði]
samheiti mannamót, mannþing, mót
[hollenska] conferencing,
[sænska] församling,
[franska] réunion,
[danska] forsamling,
[enska] assembly,
[þýska] Sitzung,
[norskt bókmál] forsamling

mót hk
[Upplýsingafræði] (prentlist)
samheiti leturmót, mát, mót fyrir pappírsgerð, stafamót
[norskt bókmál] matrise,
[þýska] Matrize,
[enska] mould,
[hollenska] matrix,
[sænska] matris,
[franska] matrice,
[danska] matrice

mót hk
[Tölvuorðasafnið]
samheiti stíll
[skilgreining] Nafngreint mengi sniðskipana sem leyfir notanda að sníða texta eftir mörgum einkennum í einu og samræma útlit skjals með því að beita sömu sniðsérkennum á ólíka hluta textans.
[enska] style

móta so
[Tölvuorðasafnið]
[skilgreining] Láta að minnsta kosti eina einkennisstærð burðarbylgju breytast í samræmi við einkennisstærð merkis sem á að senda.
[enska] modulate

mót
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Mæting við fyrirtöku á reglulegu dómþingi.

1 mót h. ‘fundur, samkoma; samskeyti’; sbr. fær. mót, nno. môt, fsæ. mot, d. máll. mod (nsæ. möte, nd. møde), fe. gemōt ‘félagsskapur, samkoma’, fsax. mōt kv., mlþ. mōte ‘samkoma, fundur’, mhþ. muoz kv. ‘burtreiðamót riddara’. Uppruni umdeildur. Líkl. tengt mót (3) og mæta og sk. arm. matčim ‘nálgast’, mut ‘inngangur’, maut ‘nálægur’. Aðrir ætla að orðið sé í ætt við meta (2) og máti (1) og merkingarþróun ‘mælt svæði > samkomustaður > samkoma’. Vafasamt. Sjá mót (3), mótingi, mæta; ath. mál (1) og mót (2).


2 mót h. ‘form, útbúnaður til mótunar; stimpill, eftirmynd; merki, svipur; háttur, máti’; sbr. nno. môt ‘form, háttur, munstur,…’ (to. í lappn. muotto ‘andlit’), hjaltl. mud ‘ógreinilegar útlínur e-s’, msæ. mot ‘form, stimpill’, gd. mod ‘myntmót’; sbr. einnig holl. moet ‘flekkur, merki eftir e-ð’, afrísn. mōt (s.m.), fe. mētan s. ‘mála, teikna’. Uppruni óviss. Hugsanl. tengt mót (1 og 3) og upphafl. merk. ‘blettur, merki, eftirmynd sem verður til við að e-u er þrýst gegn e-u, á e-ð’. Aðrir ætla að orðið sé sk. mál, mála og málning (sjá mál (2)) og enn aðrir tengja það við so. meta (2). Vafasamt. Af mót er leidd so. móta ‘forma, mynda, stimpla’ og sams. eins og hámót (s.þ.). Ath. mót (1 og 3).


3 mót, móti fs. ‘gegn’; eiginl. þf. og þgf. af mót (1) (í, á mót, í, á móti); sbr. nno. môt, imot, fær. mót, móti, sæ. (e)mot, d. (i)mod, mhþ. zumuoze. Sjá mót~(1).


móti fs. Sjá mót (3).