meðal fannst í 7 gagnasöfnum

meðal 1 -ið meðals; meðul meðala|glas; meðala|lýsi

meðal 2 meðal annars; meðal annarra orða; á meðal manna

meðal nafnorð hvorugkyn

læknislyf

hún fékk meðal við hálsbólgunni í apótekinu

vera óvandur að meðulum

beita ekki sómakærum aðferðum


Fara í orðabók

meðal forsetning

í hópi (e-ra)

hún er meðal kunnustu sérfræðinga á sínu sviði

meðal skemmtiatriða á samkomunni er tískusýning

mikil óánægja var með niðurstöðuna meðal fundarmanna

meðal annars

sem (formleg/hátíðleg) inngangsorð að nýju umræðuefni

meðal annarra orða

sem (formleg/hátíðleg) inngangsorð að nýju umræðuefni


Fara í orðabók

meðal no hvk (aðferð)
meðal no hvk (lyf)

Ft. meðul, ekki „meðöl“.

Lesa grein í málfarsbanka

meðal
[Læknisfræði]
samheiti læknisdómur
[skilgreining] Hvaðeina það sem notað er í meðferð sjúkdóma.
[enska] remedy,
[latína] remedium

lyf hk
[Læknisfræði]
samheiti læknislyf, meðal
[skilgreining] Efni sem er notað til að fyrirbyggja, meðhöndla og lækna sjúkdóma og sjúkdómseinkenni eða hafa áhrif á frjósemi.
[enska] medicine,
[latína] medicamentum

1 meðal h. (16. öld) ‘aðferð, ráð, tæki; (læknis)lyf’; eiginl. s.o. og fs. og forliðurinn meðal (s.þ.), en hefur sætt erl. merkingaráhrifum, sbr. d. middel og þ. mittel. Sjá meðal (2), miðill, miðja (1), miður (1) og viðsk. -al.


2 meðal fs. ‘á milli, saman við, hjá’; einnig á meðal. Eiginl. s.o. og meðal (1), upphafl. þf. af no.; sbr. fær. meðal, miðal, sæ. og gd. medel, fe. middel, fhþ. mitil, metal, sbr. einnig lat. medulla ‘mergur’ (eiginl. ‘það sem er í miðju, mitt innan í’). Sjá meðal (1), meðal- (3), mél (2), mið, miðill, miðja (1), miðla, miðli, milli (1), miður (1) og mjöðm.


3 meðal- forliður ‘miðlungs-’; sbr. nno. mel- og fær. miðal- í sams. Líkl. fremur lo. en no., sbr. fhþ. metal, mitil og mhþ. mittel (lo.). Sjá meðal (1 og 2), miðill og miðlungur.